Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 91

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 91
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 89 Samkvæmt þessari nýju túlkun var sjálfsforræði einstaklingsins nánast ótakmarkað og réttlætti hvaða takmarkanir sem var á valdi meirihlutans. Í málinu Lautsi g. Ítalíu úrskurðaði Mannréttinda dómstóll Evrópu þannig að ítalska ríkinu væri óheimilt að hafa krists- líkneski hangandi í opinberum byggingum. Ef dómstóllinn hefði verið til á fjórðu öld e.Kr. má þannig gera ráð fyrir því að kristin trú hefði aldrei orðið að opinberum trúarbrögðum rómverska heimsveldisins og orðið þannig grundvöllur að þeim menningararfi sem mannréttindahugtakið sjálft byggir á. Dóm- stóllinn afhjúpaði þannig tilhneigingu sína til að túlka mannréttindi á hátt sem fæstir þeirra sem áttu þátt í umræðu um mannréttindi eftir stríð hefðu getað tekið undir. Þó að yfir- deild dómstólsins hafi tekist að afstýra skip- broti með því að snúa dómnum við nokkrum árum síðar er sú staðreynd að slíkur dómur hafi yfirhöfuð verið felldur umtalsverður álits- hnekkir fyrir dómstólinn, sem gefur tilefni til að draga dómgreind hans verulega í efa. Loks varð það tilhneiging nýja samfélagsins að teygja mannréttindahugtakið og láta sem hvers konar réttindi væru mannréttindi. En réttindi eins eru skylda annars og það er einmitt eitt meginhlutverk stjórnmálanna að ákvarða réttindi og skyldur hvers og eins og og veita þeim gildi að teknu tilliti til efna og aðstæðna. Það hlutverk skreppur saman í jöfnu hlutfalli við þá hugmynd að öll réttindi séu gripin úr loftinu og gangi framar og ofar hinu pólitíska, sem eigi ekki að hafa annað hlutverk en það að ákveða hvernig, en ekki hvort, eigi að veita þeim gildi. Ef slík orðræða er tekin alvarlega er afleiðingin sú að ríkið, sem verkfæri sameiginlegs vilja hins frjálsa, pólitíska samfélags, breytist í eins konar afgreiðslustofnun fyrir hin ýmsu réttindi einstaklinga. Þegar svo er komið er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að fela yfirþjóðlegum stofnunum og sérfræðingum þeirra þá umsýslu, enda þjóðríkið svo gott sem óþarft þegar það hefur verið tæmt af bæði menningarlegu innihaldi og pólitísku ákvörðunarvaldi. Frá einstaklingsamfélaginu í fjölmenninguna Fjölmenningarsamfélagið er í grunninn bara alþjóðavæðing vestræna einstaklingssam- félagsins, afsprengis stúdentabyltingarinnar. Það byggir á kröfu hinnar síðarnefndu um ótakmarkað sjálfsforræði einstaklingsins og fordæmingu hennar á vestrænni menningu. Þar sem nýja samfélagið hefur enga sérstaka menningu að verja er það öllum opið og telur ekkert því til fyrirstöðu að einstaklingar af ólíkum menningaruppruna lifi saman, sem einstaklingar, í sátt og samlyndi, í ótakmörkuðum fjölbreytileika sínum. Sú sýn er í samræmi við skilgreiningu framfara- hyggjunnar á rökréttri þróun sögunnar. En það má allt eins túlka fjölmenningar- samfélagið sem skref til baka; sem afturhvarf frá þjóðríkinu og til baka til þess tíma áður en þjóðir höfðu kristallast úr íbúum Evrópu fyrir tilstilli hinna ýmsu pólitísku yfirvalda. Þannig eru fjölmenningarsamfélög auðvitað ekki ný af nálinni þó að Evrópubúar hafi enduruppgötvað meint ágæti þeirra á undanförnum áratugum. Mörg af ríkjum Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar eru fjölmenningarríki og fá jafn fjölbreytt og Lýðveldið Kongó, eitt fátækasta ríki heims. Í Malí og fleiri ríkjum Vestur-Afríku, þar sem eyðimörkin og hitabeltisgresjan mætast og finna má mikinn fjölda þjóðarbrota, trúar- bragða og ólíkra menningarheima, ríkir víða upplausnarástand og óöld. Þó að eflaust sé erfitt að benda á eitthvað eitt sem stendur í vegi fyrir að þessi ríki nái að tryggja íbúum sínum batnandi lífskjör er ein meginástæðan án efa sú að um er að ræða ríki án þjóðar, sem eiga í erfiðleikum með að skapa næga samheldni til að geta skipulagt sig og tekið sér á hendur þau sameiginlegu verkefni sem lagt gætu grunninn að viðvarandi hagvexti. Því eins og bandaríski félagsfræðingurinn Robert Putnam hefur sýnt fram á er neikvætt samband milli samfélagslegrar samheldni og fjölbreytileika. Félagsauður byggir með öðrum orðum á sameiginlegum einkennum, gildum og menningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.