Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 96

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 96
94 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Um leið og minnst er á áfengislög stökkva menn til, oftar en ekki í popúlískum tilgangi, og spyrja sem svo oft áður hvort málið sé í forgangi. Umræðan sem farið hefur fram um þetta mál hefur verið mismálefnaleg og ekki alltaf á rökum reist. Frumvarp til breytinga á áfengislögum hefur verið í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið og bíður málið nú afgreiðslu, eins og fjöldi annarra mála sem ráðuneytið hefur lagt fram. Upptalning þeirra myndi gera þessa grein langdregna. Það hefði vakið furðu ef einhver hefði staðið upp og hrópað „Er þetta í forgangi núna?“ þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur á Íslandi 1994, í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Hefðum við átt að bíða með að taka brautryðjandi skref í átt að auknum mannréttindum og frelsi borgaran- na, því önnur mál voru í deiglunni? Spurning sem þessi er lituð af hentistefnu og er einungis til þess að slá ryki í augu fólks og forðast málefnalega umræðu, í hvaða máli sem er. Einkaréttur ÁTVR til innflutnings á áfengi var afnuminn árið 1995. Hafa Íslendingar síðan getað keypt áfengi í verslunum erlendis og látið senda það heim til Íslands. Núverandi fyrirkomulag felur þá í sér ójöfn tækifæri innlendrar og erlendrar verslunar, sem takmarkar valkosti almennings og skerðir samkeppnishæfni innlendra framleiðenda, sem hafa leitað út fyrir landsteinana með starfsemi sína. Hér er rétt að taka fram að aukið jafnræði milli íslenskra og erlendra fyrirtækja á áfengis sölumarkaði er ekki nærri því jafnstórt skref og lögfesting MSE. Megininntakið er það að menn ættu að fagna því að lögfest séu ákvæði sem eru borgaranum í hag. Ef við spyrjum alla þá sem misstu eða munu missa vinnuna í kjölfar útbreiðslu COVID-19 veirunnar hvort það skipti nú máli að störf séu til er svarið nokkuð augljóst. Öll skref í áttina að því að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og þar með skapa störf og tryggja afkomu landsmanna eru mikilvæg. Sama hversu lítil þau eru. Hins vegar þurfum við að gæta okkur að stíga ekki skref í gagnstæða átt, fækka störfum og íþyngja fyrirtækjum með aukinni skattbyrði. Í því samhengi má nefna fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavíkurborg, sem eru þau hæstu á landinu. Fasteignamat hefur farið hækkandi og hafa nærliggjandi sveitar- félög lækkað fasteignagjöld í samræmi við það. Stefna borgarinnar virðist vera á allt aðra leið en að aflétta slíkri byrði þótt það ætti að vera í forgangi. Að lokum er í rauninni fagnaðarefni að aðstæðurnar sem við stöndum nú frammi fyrir séu ekki að koma í veg fyrir að almennt löggjafarstarf fari fram. Einn daginn mun samfélagið fara í eðlilegt horf og hjól atvinnu lífsins fara að snúast á ný. Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Veronika Steinunn Magnúsdóttir Er þetta forgangsmál? Ungliðahreyfingin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.