Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 97

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 97
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 95 „Lestir eru verk sem skaða gerendurna sjálfa eða rýra eignir þeirra. Glæpir eru verk sem skaða aðra en gerendurna eða rýra eignir þeirra.“ Þetta segir Lysander Spooner í upphafi bókar innar Löstur er ekki glæpur í þýðingu Tómasar Brynjólfssonar. Þetta eru skilgrein- ingar sem allir ættu að skilja og virða. Þetta er auðveldur sannleikur. Það er sjálfsagt að einstaklingur geri það sem hann vill svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Ég er dyggur stuðningsmaður einstaklings- frelsis. Margir flokksfélagar mínir eru á því máli að einstaklingsfrelsi skipti öllu máli, upp að marki. Flestir íslenskir stjórnmálamenn eru fylgjandi einstaklingsfrelsi, þó aðeins í orði, því hvað eftir annað hefur ríkið með laga- setningum takmarkað eða hindrað fram- kvæmd einstaklings innan þess frelsis sem hann hefur með sjálfræði sínu. Forræðishyggja virðist ráða ríkjum innan íslenskra stjórnmálaflokka og þeir treysta ekki hinum almenna borgara til þess að ráðstafa sínu eigin lífi eftir sínum vilja. Það er sorglegt að hinir löngu armar ríkisvaldsins fái að teygjast enn lengra við hvert tækifæri og með því tilheyrandi kostnaður sem bitnar á skattgreiðendum. Lestir einstaklinga eru margvíslegir og sumir þeirra eru skilgreindir sem glæpir, þó að fjarvera glæpsamlegs ásetnings eigi við um þá flesta. Rétt eins og Lysander segir: „Þeir sem lifa lastalífi gera það sér til ánægju en ekki af meinfýsni í garð annarra.“ Lestir eru persónugallar einstaklinga, þeir eru allir skyldir við dauðasyndirnar sjö, hroka, öfund, reiði, leti, ágirnd, ofát og munúðlífi. Mér sem ungum sjálfstæðismanni þykir það miður að við kjósum að refsa, beita ofbeldi og frelsissvipta fólk því það hafi látið freistast til þess að láta undan löstum sínum. Á sama tíma fá einstaklingar með aðra lesti jákvæða athygli, umfjöllun og hrós því lestir þeirra eru samþykktir af samfélaginu. Ég vil sjá breytingar gerðar á dómskerfinu og ég vil aukið frelsi einstaklingsins – því löstur er ekki glæpur. Höfundur er formaður Týs, Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Páll Gestsson Löstur er ekki glæpur Löstur er ekki glæpur kom út í íslenskri þýðingu Tómasar Brynjólfssonar. Ungliðahreyfingin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.