Þjóðmál - 01.03.2020, Page 98

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 98
96 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Að lokum Í rúman áratug hafa vinstri menn verið duglegir að minna á að við upphaf hinnar svokölluðu Búsáhaldabyltingar hafi frumvarp um að leyfa sölu áfengis í verslunum verið á dagskrá Alþingis. Látið er að því liggja að þáverandi þingmeirihluti hafi verið svo úr takti við raunveruleikann að þetta hafi verið hans helsta forgangsmál. Björn Bjarnason, fv. ráðherra, rifjar nýlega upp á vefsíðu sinni að þegar Alþingi kom saman eftir jólaleyfi 20. janúar 2009 höfðu nokkur mál verið sett á dagskrá þingsins. Þar á meðal stjórnarfrumvörp um vátryggingar- starfsemi og greiðslur til líffæragjafa, laga- frumvörp um olíugjald og tóbaksvarnir, fyrrnefnd frumvarp um sölu á áfengi og loks þingsályktunartillaga um andstöðu við eld- flaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. „Þeir sem á þingi sátu eða vissu hvernig dagskrá þingsins var samin sáu strax að ofangreind dagskrá hefði verið tekin saman á þingtæknilegum forsendum en ekki með hliðsjón af pólitískum veruleika enda var öllum dagskrármálunum ýtt út af borðinu,“ rifjar Björn upp. „Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir gripu andstæðingar ríkisstjórnarinnar og þing- meirihlutans til herferðar að hætti upplýsinga- falsara um að vilji meirihlutans að baki þing forseta og ríkisstjórn hefði staðið til þess að ræða aukið frjálsræði í sölu áfengis og tóbaks þennan örlagaríka dag. Að upplýsinga - falsararnir nefndu ekki andstöðu við eldflauga- varnarkerfi í Austur-Evrópu sýnir úr hvaða átt þeir komu, þetta var eitt af baráttumálum NATO-andstæðinga á þessum tíma.“ Tilefnið að þessari upprifjun Björns er að nú þegar glímt er við Covid-19 faraldurinn er enn hafin herferð í krafti upplýsingafalsana með umræðum um sölu á áfengi. Það kemur til vegna frumvarps sem Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað. Drög að frumvarpinu voru kynnt fyrir nokkru, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun árs en hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Þá hefur starfsáætlun þingsins verið tekin úr sambandi og eingöngu þau mál sem snúa beint að viðbrögðum vegna Covid-19 verða sett á dagkrá. Það verður því seint sagt að málið sé forgangsatriði, því miður. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir hafa andstæðingar frumvarpsins fari hátt með þá skoðun sína að þetta sé helsta forgangsmál ráðherrans um þessar mundir, jafnvel sérstak- lega tilkomið vegna Covid-19 veirunnar. Pólitískir andstæðingar ráðherrans (stjórn- málamenn, álitsgjafar og tilteknir fjölmiðlar) hafa ýtt undir þessa mýtu. Áslaug Arna svaraði gagnrýnisröddum á facebook síðu sinni í byrjun apríl og benti á að málið hvorki nýtt né tilkomið vegna Covid-19 veirunnar. Hún benti jafnframt á að málið væri eitt af mörgum á hennar borði og að ekki væru lagðar til aðrar breytingar á áfengislöggjöfinni en þær að jafna stöðu inn- lendra og erlendra aðila, enda væri nú þegar hægt að panta óhindrað áfengi frá erlendum vefverslunum (en ekki innlendum). Vonandi setur Áslaug Arna málið þó í forgang þegar eðlileg dagskrá hefst á ný á Alþingi, nema samstarfslokkarnir í ríkisstjórn komi í veg fyrir að það verði lagt fram. Upplýsingafalsanir um áfengissölu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.