Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 10

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 10
8 rifja og mál tekin af þverskurðinum. Þessi mál eru tekin'af hverjum skrokk og táknuÖ með bókstöfum eins og hér segir: I. Útvortismál. T = lengd langleggsins plús kögglanna í hæklinum, mæld með sirkli. F = lengd lærisins frá innri hækllsbrún, þar sem afturfótleggurinn er skorinn frá, niður í krikann (klofið), þegar skrokkurinn hangir í gálga, mæld með millímetrakvarða. G = mesta breidd á afturhluta skrokksins (um augnakalla), mæld með rennimáli með samhliða örmum. Th = dýpt brjóstlcassans, þar sem hún er mest, mæld með sama tæki og G. W = þvermál brjóstkassans aftan við bóga, þar sem það er minnst, mælt utan á skrokknum með sama tæki og G. U = ummál brjóstkassans, þar sem það er minnst aftan bóga, mælt með mjúku málbandi. II. Mál tekin af þverskurði skrokksins við aftasta rif. Öll mæld í mm með sirkli á fletinum aftan á framhluta skrokksins. Hvert mál er mælt á báðum hliðum skrokksins og meðaltal tekið, ef einhver munur reynist á hægri og vinstri hlið. A = mesta breidd bakvöðvans (longissimus dorsi). B = mesta dýpt (þykkt) bakvöðvans. C = þykkt fitulagsins ofan á bakvöðvanum, þar sem það er þynnst. D = þykkt fitulagsins ofan á háþorni næst aftasta brjósthryggjar- liðs. ' J = þykkt yfirborðsfitulagsins efst á síðunni, þar sem það er þykkast. X = þykkt vöðva og fitulaga á miðri síðu út að yfirborðsfitulaginu. Y = þykkt yfirborðsfitulagsins á miðri síðu, þar sem X er mælt. S = hæð háþornsins á næst aftasta brjósthryggjarlið. Mynd 1 skýrir, hvar ofannefnd mál eru tekin á skrokknum og fram- fótleggnum. Allar niðurstöðurnar hafa verið reyndar stærðfræðilega, til þess að ganga úr skugga um hvort sá mismunur á samanburðarhópunum, sem fyrir hendi er, sé raunhæfur eða ekki. Notuð var við það aðferð Fisher’s (1950), „Analysis of Variance“, er Ólafur Jónsson (1951) kallar „rann- sókn frávika“.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.