Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 16

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 16
14 tafla 3. Línuril 2 sýnir þunga gimbranna í B- og C-flokki á fæti, er þeim var slátráð, sem prósentu af þunga gimbranna í A-flokki á sama tíma. Þungi gimbranna í B-flokki er 96.23% og í C-flokki 84.4% af þunga gimbranna í A-flokki. Eftir þunga á fæti að dæma, dregur það lítið úr þroska gimbra að eiga lamb gemlingar, ef þær missa það strax, en gangi þær með lambi yfir sumarið, dregur það 5 sinnum meira úr þyngdaraukningu þeirra yfir árið, samanborið við að þær missi nýbornar. Algeldar gimbrar bæta við sig frá 4—16 mánaða aldurs um 100% meira en dilkgengnar gimbr ar. Það er því augljóst mál, að fösturmyndunin dregur lítið úr þroska gemlinga, en mjólkurmyndun allt sumarið kemur í veg fyrir, að gimbrarnar hafi náð eðlilegum þroska, þegar þær eru veturgamlar. í næstu þáttum verður rætt um, að hve miklu leyti þungamunur g'eldu 'og' dilkgengnu gimbranna orsakast af mismunandi kjöt-, mör- og gæru- þunga. B. Áhrif á sláturafurðir. Meðalþungi sláturafurða veturgömlu gimbranna í öllum flokkum, ásamt kjötmagni í hlutfalli við þunga á fæti (kjötprósenta), er gefinn í töflu 5. Tafla 5. Þungi sláturafurða og kjötprósenta. Weight of dressed carcass, pelt, loose fat and dressing percentage. Meðaltal, kg og % Hlutföll (A-fl. = 100) average, kilos and % proporlions (lot A = 100) A-fl. B-fl. C-fl. A-fl. B-fl. C-fl. lot A lot B lot C lot A lot B lot C Fall kg dressed carcass 24.50 23.18 19.28 100 94.6 78.7 Gæra kg skin with wool 4.92 4.85 4.05 100 98.6 82.3 Mör kg kidney and caul fat 3.82 2.82 2.10 100 73.8 55.0 Afurðir alls kg total products . . . 33.24 30.85 25.43 100 92.8 76.5 Kjötprósenta dressing percentage Afurðir alls sem % af þunga á fæti total producls as % of 41.51 40.88 38.79 100 98.5 93.4 live-weight 56.4 54.4 51.1 100 96.5 90.6 Tafla 5 og línurit 2 sýnir hins vegar sláturafurðir og kjötprósentu gimbranna í B-flokki, sem misstu, og gimbranna í C-flokki, sem gengu með lambi, í hlutfalli við afurðir algeldu gimbranna i A-flokki. Hver tegund afurða og samanlagðar afurðir í B- og C-flokki er reiknuð sem prósenta af sörnu tegund afurða i A-flokki. Sýnir þetta glöggt, hvaða áhrif það hefur á kjöt- og gæruþunga og mörsöfnun, að gemlingar eigi lömb og missi þau nýborin eða gangi með lambi til hausts. Hlutfallsleg áhrif á hinar ýmsu afurðir verða rædd hér í næstu þáttum. a. Kjötprósenta. Tafla 5 sýnir, að allmikill munur er á meðal- kjötprósentu flokkanna. Algeldu gimbrarnar (í A-flokki) hafa hæsta kjötprósentu 41.51% af þunga þeirra á fæti, þar næst gimbrarnar, sem misstu (í B-flokki) 40.88% eða 0.63% lægra en gimbrarnar i A-flokki

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.