Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 31

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 31
29 Þykkt vöðva á síðu. X. Tafla 19 og línurit 5 sýna, að vöðvar, ásamt fitulögum milli vöðva, á miðjum síðum eru þykkastir í A-flokki, 4.3% þynnri í B-flokki og 18.9% þynnri í C-flokki. Munurinn á A- og B-flokki er ekki raunhæfur, en munurinn á A- og C-flokki og B- og C-flokki er raunhæfur í 95% tilfella, tafla 22. Tafla 22. Raunhæfni mismunar flokksmeðaltalna á þ.vkkt vöðva og fitulaga milli vöðva á miðjum síðum (X) í mm. Significance of lot differences in llte mean thickness of muscle ouer rib (X) mm. F milli flokka between lots = 4.23 R. Meðalskekkja Tala flokksmeðaltalna einstaklinga A-l'lokkur B-flokkur C-flokkur S. E. of No. of lot A lot B lot C mean individuals A-floUkur tot A ... 16.91 ER R 0.978 11 B-flokkur tot B ... 16.18 R 0.978 11 C-flokkur lot C ... - 13.71 0.708 21 R = raunhæfur i 95% tilfella significant at 5% tevel. ER = ekki raunhæfur not significant. Þótt þessar athuganir á þroska vöðvanna sýni, að við aftasta rif hafa dilkgengnu gimbrarnar um 14—19% þynnri vöðva en algeldu gimbr- arnar, þá er ekki þar með sagt, að hliðstæður munur hafi verið á öllum vöðvum skrokkanna. Hammond (1932), Pálsson (1939, 1940), Pálsson og Vergés (1952) hafa sýnt fram á, að síðþroskaðasti líkamshluti kindar- innar er miðbik skrokksins, um mót brjóstkassa og spjaldhryggs. Ófull- nægjandi næring kemur ávallt harðar niður á síðþroska líkamshlutum en þeim bráðþroskaðri. Má því ganga út frá þivi, að eitthvað minni munur hafi verið á vöðvaþroska geldu og dilksognu gimbranna í bráð- þroska hlutum fallanna, svo sem liálsi og neðri hluta ganglimanna, en í Ijós kom við mælingarnar við aftasta rif. Áhrif á fitusöfnun. Fitumálin C, J og Y eru, hvert um sig og öll samanlögð, ágætur mælikvarði á fitumagn fallsins, Pálsson (1939). D-málið er eðlilega ónákvæmari mælikvarði á fituþungann í skrokk- ununi en hin málin, því að hæð háþorna hryggjarliðanna hefur áhrif á það. Kind með mjög há háþorn hefur t. d. aldrei hátt D-mál, þótt hún sé vel feit. Bezti mælikvarði á fitumagn fallsins hjá veturgömlu fé er C-málið, en hjá lömbum J-málið, Pálsson (1939). Orsakast þetta af því, að fita safnast síðast ofan á spjaldhrygginn, en mun fyrr á síðurnar. Sú kind, sem hefur þykkt fitulag ofan á bakvöðvum, þar sem C-málið er tekið, er öll vel feit, en þótt fitulagið sé fremur þunnt ofan á bakinu, þá getur kindin verið allfeit á bringu, hálsi og á síðum. Þijkkt fitnlagsins ofan á bakvöðva, C. í A-flokki er C-málið hæst, 6.64 mm að meðaltali I B-flokki er það 26.1% og i C-flokki 38.4% lægra en i A-flokki, tafla 19 og línurit 5. Tafla 23 sýnir, að meðalmunurinn á A- og B-flokki, 1.73 mm, er raunhæfur í 95% tilfella og munurinn

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.