Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 43

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 43
41 kg Línurit 6. Áhrif fangs á fyrsta vctri á meðalþunga ánna á fæti frá 4 til 28 mánaða aldurs effect of breeding tjearling ewes on their live-weight changes from í to 28 months. voru nokkru þyngri og þroskameiri haustlömb. Ef til vill eru báðar þessar ástæður o. fl. að verki. Af þessum sökum má búast við, að eitthvað minni munur geti komið í ljós við samanburð á þroska þessara áa tveggja vetra gamalla eftir því, hvort þær voru geldar eða dilkgengnar veturgamlar, heldur en cf gimbrarnar, sem fjallað er um í kai'la I, hefðu lifað til tveggja vetra aldurs og verið gerður á þeim hliðstæður samanburður þá. Þegar gimbrarnar eru 16 mánaða, þá er rneiri meðalþyngdarmunur á A- og B-flokki en var á þeiin 4 mánaða gömlum. Gimbrarnar i B-flokki þyngdust frá 4—16 mánaða aldurs 3.67 kg' meira að meðaltali en þær í A-flokki, og er þessi munur raunhæfur í 95% tilfella, tafla 28. Ekki er unnt að skýra þennan mun, nema hetzt á þann veg, að eðlisbetri eða bráðþroskaðri einstaklingar hafi af hendingu lent í B-flokki, þ. e. komið upp lambi á öðru aldursári. Tafla 28 sýnir, að dilkgengnu gimbrarnar í C-, D- og E-flokkum hafa yfir árið, frá 4—16 mánaða aldri, að meðaltali aukið þunga sinn nokkurn veginn jafnmikið, og sá litli munur, sem er á þyngdaraukningu þessara flokka innbyrðis, er ekki raunhæfur. Hins vegar er raunbæfur munur á þyngdaraukningu þessara flokka hvers um sig og þyngdaraukningu A- og B-flokks, nema hvað munurinn á A- og D-flokki er aðeins minni cn svo að vera raunhæfur í 95% tilfella, vegna þess hve fáir einstaklingar eru i þessum flokkum. Munur á meðalþyngd gimbranna í B- og C-flokkum, er þær voru 16 mánaða gamlar, nam 7.87 kg og var því aðeins 1.34 kg minni en munurinn á alg'cldu og dillcgengnu gimbrunum i A- og' C-flokki í kafla I. 6

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.