Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Side 54
52
Afurðir alls í hverjum flokki, sem prósenta af þunga ánna i sama
flokki á fæti (sjá töflu 31), eru hæstar í A-fl. 56.56% og fara Iækkandi
í þessari röð: i E-fl. 53.51%, B-fl. 50.78%, C-fl. 49.50% og D-fl. 47.46%.
Sýnir þetta glöggt, að því feitari sem ærnar eru, því hærri hundraðs-
hluti af þunga þeirra á fæti er kjöt, gæra og mör. Samanburður á töflu
27 og töflu 31 sýnir, að munurinn á meðalþunga ánna á fæti í flokk-
unum liggur að mestu leyti í mun á söluhæfum afurðum. Undantekning
er þó með tvilemburnar (D-fl.). Þær vega um 2 kg meira á fæti en
einlemburnar í C-fl., en hafa 0.23 kg léttari afurðir. Þetta mun vera í
því fólgið, að tvílemburnar í D-fl. cru eðlisstærri og magrari en ærnar
í C-fl., sjá síðar, bls. 57, og töflur 37 og 41.
C. Áhrif á útvortismál faltanna (vaxtarlag).
Tafla 37 sýnir meðalútvortismál tvævetlufallanna í öllum flokkum
í millimetrum og sú tafla og línurit 8 sýna þessi mál í A-, C-, D- og
E-flokki i hlutfalli við sömu mál í B-flokki, en það gefur gleggsta
mynd af því, hvaða áhrif það hefur haft á lögun fallanna eða vaxtar-
lag ánna um 28 mánaða aldur, hvort þær gengu með lambi gemlingar
eða ekki og hvort þær voru einlembdar, tvilembdar eða lamblausar
tvævetlur.
Tafla 37. Meðalútvortismál fallanna í mm.
Average external carcass measurements, mm.
Meðaltal, mm Hlutföll (B-flokkur — 100)
average, mm proportions (lot B — 100)
Mál A-fl. B-fl. C-fl. D-fl. E-fl. A-fl. B-fl. C-fl. D-fl. E-fl.
measurement lot A lot B lot C. lot D lot E lot A lot B lot C lot D lot E
T ................. 231.1 232.1 229.9 234.6 228.4 99.6 100 99.1 101.1 98.4
F ................. 305.3 306.5 315.2 311.8 311.0 99.6 100 102.8 101.7 101.5
G ................. 274.8 262.5 260.4 259.8 270.4 104.7 100 99.2 99.0 103.0
Th ................ 322.5 315.2 313.8 314.8 317.6 102.3 100 99.6 99.9 100.8
W ................. 212.5 197.9 189.3 193.8 204.0 107.4 100 95.7 97.9 103.1
U ................. 875.5 841.7 829.1 841.0 865.0 104.0 100 98.5 99.9 102.8
Tala number .. 10 15 29 5 5
Lengd langleggsins plús kögglanna í hæklinum, T. Þetta mál er
aðeins lægst í E-flokki, 1.6% lægra en í B-fl. og aðeins hæst í D-fl.,
1.1% hærra en í B-fl., tafla 37. Rannsókn frávika sýnir, að þessi litli
munur er fjarri því að vera raunhæfur (F — 0.50). Að langleggur
ánna í D-fl. skuli vera örlítið lengri en í hinum flokkunum bendir til
þess, að þær séu ef til vill aðeins eðlisstærri.
Lengd lærisins, F. Lærið er næstum því jafnlangt í öllum flokkum,
aðeins stytzt í A-fl. eða 0.4% stvttra en í B-flokki, en í E-, D- og C-
flokki er það frá 1.5% til 2.8% lengra en í B-flokki. Þessi munur er þó
fjarri því að vera raunhæfur (F = 0.89).
T og F málin eru fyrst og frcmst mál á lengd beina, eins og áður