Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 55

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 55
53 7° J A-n. | n-n. § c-n. 0 D-n. [] E-n. Línurit 8. Áhrif fangs á fyrsta vetri á meðalútvortismál ær- fallanna 28 mánaða (B-fl. = 100) effect of breeding yearling ewes on their average external carcass measurements at 28 months of age (lot B = 100). er sagt (bls. 19). Niðurstöður á samanburði þessara mála i öllum flokkum eru í samræmi við niðurstöðurnar í kafla I, C, bls. 19, og eru frekari sönnun þess, að ekki dragi úr lengdarvexti beina í miðjurn út- limum, þótt gimbrar komi upp lambi veturgamlar. Mesta Jtijkkt skrokksins um augnakalla, G. G-málið er hæst í A-fl., 274.8 mm, 4.4 mni lægra í E-flokki, tafla 37. Þessi munur er þó ekki raunhæfur, tafla 38. Þetta mál er næstum því eins í C- og D-flokki, en aðeins hærra í B-flokki. Munurinn á milli þessara þriggja flokka inn- byrðis er þó ekki raunhæfur, tafla 38. Aftur á móti er munurinn á þessu máli í A-flokki og B-, C- og D-flokki hvorum fyrir sig raunhæfur í 99% tilfella og munurinn á því i C- og E-flokki raunhæfur í 95% til- fella. í hlutfalli við B-flokk er þykkt skrokksins við augnakalla 4.7% meiri í A- en B-flokki og 3.0% meiri í E- en B-flokki, en í C-flokki 0.8% minni og í D-flokki 1.0% minni en í B-floklci, tafla 37 og línurit 8. Þessar niðurstöður sýna, að það hefur allveruleg áhrif á þetta mál, hvort ærnar ganga með lambi eða eru lamblausar tvævetlur, en mjög Htil og óraunhæf áhrif, hvort þær gengu með lambi gemlingar eða voru þá algeldar. Ærnar í C-flokki hafa aðeins 0.8% lægra G-mál en ærnar í B-flokki. Munurinn á þessu máli í hliðstæðum flokkum af vetur- görnlum ám í C- og A-flokki í kafla I, C, tafla 11, bls. 19, var 3.7% og raunhæfur í 99% tilfella, tafla 12. Virðast því ær, sem ganga með lambi gemlingar og' fá af þeim sökum þynnra fall um augnakalla, ná upp því þroskatapi að mcstu leyti frá 16—28 mánaða aldurs.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.