Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 62
60
°/0 J A-fl. y C-fl. Q D-fl. [j'E-fl.
Línurit 10. Áhrif fangs 6 fyrsta vetri á meðalmál ærfallanna við aftasta rif 28
mánaða (B-fl. = 100) effect of breeding yearling eœes on their average internal car-
cass measurements at 28 months of age (lot B = 100).
málunum, en minnstur á þeim útvortismálum, sem ákveðast eingöngu
eða nær eingöngu af lengdarvexli beina og fótleggjarmálunum.
Áhrif á vöðvaþroska. Munurinn á milli fíokka á hinum 3 vöðva-
málurn A, B og X og einnig á lögun bakvöðvans B/A • 100 er mun minni
á tvævetlunum en á veturgömlu gimbrunum, sjá kafla I, bls. 26, og
línurit 5 og 10. Einkum er það áberandi á B- og X-málunum. Þetta
sýnir, að ærnar, sem náðu ekki eðlilegum þroska á þykkt vöðva fram
að 16 mánaða aldri vegna þess, að þær gengu með lainbi, hafa að
verulegu leyti unnið þetta þroskatap upp frá 16—28 mánaða aldurs.
Breidd bakvöðvans, A. Þetta mál er líkt í öllum flokkum, aðeins
hæst í B-flokki, en lægst í E-flokki, 4.9% lægra en í B-flokki, tafla 42.
Munurinn á flokkunum er langt frá því að vera raunhæfur, sem eðli-
legt er, þar sem ekki var raunhæfur munur milli flokka á þessu máli
við 16 mánaða aldur, kafli I, bls. 27. Tvævetlurnar hafa næstum þvi
alveg jafnbreiða bakvöðva og veturgömlu gimbarnar, sjá töflur 19 og
42 og linurit 5 og 10, sem sýnir, að bakvöðvinn hefur tekið út fullan
þroska á breiddina við 16 mánaða aldur.