Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 85

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1953, Page 85
Þakkarorð. Um leið og þessi fyrsta tilraunaskýrsla frá fjárræktarbúinu á Hesti kemur út, vil ég nota tækifærið og þakka þeim mörgu, sem hafa veitt mér mikilsverða aðstoð bæði við rannsóknir þær, sem lýst er í þessari skýrslu og fjölmargar aðrar rannsóknir og tilraunir, sem gerðar hafa verið á Hesti síðan búið var stofnað, og enn er óslcrifað um. Fyrst og fremst vil ég færa fyrrverandi og núverandi bústjórum, þeim Páli Jóns- syni og Gu&mundi Péturssyni og öðru starfsfólki búsins mínar beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Sérstaklega ber að þakka að bústjórarnir og aðrir starfsmenn búsins yfirleitt hafa ávallt skilið, að búið er fyrst og fremst tilraunabú og öll störf í sambandi við tilraunirnar hafa verið leyst af hendi með tilskilinni nákvæmni á réttri stundu, án tillits til þess, hve vinnudagurinn hefur orðið langur. Þá vil ég og þakka Bændaskólanum á Hvanneyri og Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir að veita mér leyfi og aðstöðu til þess að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á kjötinu af Hestsfénu um leið og það hefur verið lagt inn á þessum stöðum. Enn fremur vil ég þakka þeim kennurum Hvanneyrarskóla, Stefáni Jónssyni og Gunnari Bjarnasyni ásamt nemendum framhaldsdeildar- innar á Hvanneyri á undanförnum árum fvrir mikilsverða aðstoð við mig í sambandi við afurða- og kjötrannsóknir þær, sem ég geri á hverju hausti á sláturfé Hestsbúsins, en sein óframkvæmanlegar eru einum manni á þeim tíma, sem til umráða er á hVerju hausti. Þá vil ég einnig þakka Pétri Gunnarssyni tilraunastjóra og Eyvindi Jónssyni ráðunaut og fleirum, sem of langt yrði upp að telja, fyrir veitta aðstoð við afurða- rannsóknirnar sum haustin. Sérstaldega ber að þakka þessa aðstoð Hvanneyringa og annarra, vegna þess að hún hefur verið veitt án endur- gjalds af einskærum áhuga fyrir málefninu, hjálpfýsi og velvilja í minn garð. Að lokum við ég þakka Metúsalem Stefánssyni fyrrverandi búnað- arinálastjóra fyrir að lesa yfir handritið að skýrslu þessari, sem og flestum öðrum skýrslum, sem komið hafa út á vegum Búnaðardeildar, og fyrir aðstoð við prófarkalestur. Halldör Pálsson.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.