Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 18
bæði fróðleikur og gaman. Stundum kom fólk af öðrum bæjum
til að hlusta á útvarpið. En svo kom það á hvern bæ, fljótlega. Þá
minnkaði bókalestur og spilamennska. Þá varð fáförult á kvöld-
in. Áður voru bækur sóttar í bókasafn lestrarfélagsins. Því öllum
þótti gaman að lesa.
Nú er Þrúðardalur búinn að vera í eyði í mörg ár eða síðan ég
og fjölskylda mín fluttum þaðan 1951. Þó margs sé að minnast
frá fyrri árum læt ég hér staðar numið, minnsta kosti að sinni.
Viðbœtir:
Kæri Strandapóstur!
Ég sá í vetur að ritnefnd eða stjórn óskaði eftir að burtfluttir
Strandamenn vildu láta frá sér sjást eitthvað frá gömlum dög-
um, eða annað forvitnilegt. Sendi ég nú nokkuð frá mér af því
sem í huga minn kom, að gamni mínu.
Þið ráðið fyrir mér, hvað þið gerið við það. Fleygið því öllu,
birtið það allt eða aðeins nokkuð af þvi, eftir eigin vali.
En ef þið farið að birta þessi ófullkomnu minningaslitur,
megið þið láta þessa mynd af mér fylgja. Hún er af mér liggjandi
héma á túninu.
Ég kom að Skógum 1951, giftist 1952 Jónasi Jóhannssyni.
1593 fluttum við að Valþúfu og erum nú hjá Rúnari yngri syni
okkar og konu hans. En eldri sonur okkar er í Reykjavík, hann
heitir Andri og er lyfjafræðingur. Starfar í Ingólfsapóteki. Fleiri
börn áttum við ekki.
Guðbjörg Andrésdóttir
16