Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 19
Hjörtur L. Jónssson
fyrrv. skólastjóri:
Skólaferð
fyrir 50 árum
Ég er fæddur og uppalinn að Broddadalsá í Strandasýslu.
Foreldrar mínir voru Jón Brynjólfsson bóndi á Broddadalsá og
kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Á uppvaxtarárum mínum var
lítilla kosta völ fyrir unglinga, sem vildu læra eitthvað meira en
barnalærdóminn. Heydalsárskólinn, sem Sigurgeir Ásgeirsson,
síðar bóndi og kaupmaður á Óspakseyri í Bitru stofnaði 1896,
var þá ekki lengur starfræktur, næstu skólar voru á Núpi í Dýra-
firði og Hvítárbakka í Borgarfirði. Sumarið 1924 sótti ég um
Hvítárbakkaskólann og fékk loforð fyrir skólavist, þá 18 ára að
aldri. Skólinn átti að byrja fyrsta vetrardag, en einhverra hluta
vegna komst ég ekki af stað fyrr en miðvikudag fyrstan í vetri.
Engar ferðir milli Stranda og Borgarfjarðar í þá daga. Bilar voru
óþekkt fyrirbæri um þær mundir, hestar voru ekki til taks, þegar
þessi tími var kominn svo ekki var um annað að ræða en fara
fótgangandi.
Farangur minn hafði ég sent alllöngu fyrr með skipi frá
Hólmavík, sem flutt hann til Reykjavíkur og þaðan fór hann
með „Suðurlandinu“ til Borgarness og svo með hestvagni að
Hvítárbakka. Ekki vissi ég til að ég fengi neina samfylgd og setti
það ekki fyrir mig, því ég þóttist viss um að rata og svo var hægt
17