Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 28

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 28
áður. Ég hafði strengi á fótum og ég var máttfarinn. Þetta varð ég þó að hrista af mér og halda áfram. Nokkrar ár óð ég, en nennti nú ekki að fara úr sokkunum og gerði það gönguna erfiðari. Ég vissi að ég átti að fara yfir Norðurá, sem mér á vinstri hönd og var nú orðin mikið vatnsfall. En hvar brúin var, það hafði ég ekki húgmynd um. Ég fór því heim á bæ einn og spurði um brúna. Jú, það var langt þangað. Og áfram hélt ég, en miklu hægar en daginn áður. Svo kom að því, að vegurinn lá það langt frá ánni að hún sást ekki. Nú var úr vöndu að ráða. Var nokkurt vit að sleppa ánni úr augsýn? Gat þá ekki skeð að ég álpaðist fram hjá brúnni og lenti svo eitthvað vestur á Mýrar? þetta hugleiddi ég um stund og afréð svo að fylgja ánni, því framhjá brúnni mátti ég ekki fara. En þetta var miður ráðið. Þarna var hreinasta vegleysa, lækir og stórgrýti. brátt tók við birkiskógur, sem varð fljótlega svo þéttur, að ég hreinlega komst ekki lengra og lá við sjálft, að ég sæti þarna fastur (þó ekki á hárinu, eins og Absalon forðum, því ég var snöggklipptur). Ég varð því að gera mér að góðu að fara sömu leið til baka og leita upp veginn. Gekk það dálítið illa, því hann var ekki annað en hestaslóðir. Bílvegur var þá ekki kominn nema upp að Svignaskarði. Þessi krókur olli mér miklum töfum, og einnig fannst mér nú þreyta færast um mig allan. En fór ég heim a bæ og spurði um brúna, og enn var drjúgur spölur þangað. Ætlaði þetta engan endi að taka? Eg sá fram á að ég mundi ekki ná að Hvítárbakka þennan daginn. Ég átti dálítinn matarbita í tösku minni og át hann og drakk vatn með, annars var matarlyst lítil eins og um morguninn. I rökkurbyrjun hélt ég heim á bæ einn, vonlítill um að finna þessa margnefndu brú, og spurði til vegar. Var nú svo komið, að stutt var eftir, en konan sem til dyra kom tók mér vara fyrir því að fara nú ekki frá hjá götuslóðanum niður að brunni, hann væri svo ógreinilegur. Sagðist hún heföi lánað mér fylgd, ef hún hefði getað, en hún væri því miður ein heima. Svo sótti hún mjólk handa mér og óskaði mér góðrar ferðar. Hresstist ég mikið, bæði af mjólkinni og ekki síður af hinu, að brúin var skammt undan og hraðaði nú för minni sem mest ég mátti. Það var mjög farið að rökkva þegar ég grillti í brúna, þar sem 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.