Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 36
konar mótlætis, byrjaði ég að halda dagbók um þá hrakninga,
sem hér verður lýst.“
Vart varður annað sagt um þennan dagbókarinngang en að
hann lýsi hógværð og lítillæti höfundar, enda koma þeir eigin-
leikar hans enn betur fram síðar í frásögninni. En áður en lengra
er haldið skulum við bregða upp dálítilli svipmynd af árferði á
íslandi til lands og sjávar árið 1782. 1 „Öldinni átjándu“ segir
m.a. svo: „Landið umkringt hafís — ísrek fimmtán mílur suður
af landinu. Peningsfellir og manndauði — tún ekki hærð sums
staðar á Norðurlandi. A þessu sumri er sagt, að dönsk kaupför
hafi haft veður af ís á reki fimmtán mílur fyrir sunnan ísland.
Við Norðurland voru hafþök af ís frá því á góu, og ekki losnaði
hann frá landi fyrr en á miðju sumri. Austanlands kom hann um
sumarmál, og þaðan rak hann síðan vestur með suðurströndinni,
allt á móts við Eyrarbakka. Engin kaupskip komust á sumar
hafnir og ekki fyrr en seint og síðar meir á aðrar. Ekki varð
Húnaflói fær kaupskipum fyrr en í júlímánuði. Þessu óvenjulega
ísafari fylgdu harðindi mikil í vetur og vor, einkum nyrðra og
eystra, svo að menn muna ekki dæmi annars eins. Af þessu hlaust
að sjálfsögðu fénaðarfellir í vor, og manndauði hefur orðið af
vesöld og hungursóttum. Mörg dæmi eru þess að fólk hafi gengið
frá heimilum sínum í þessu hallæri og leitað sér bjargar á ver-
gangi. Mörg skip hafa lent í hrakningum í hafís.
Þannig er málum háttað á íslandi þegar hollenska húkkortan
„De Jonge Alida“ siglir austur fyrir Horn fyrri hluta ágústmán-
aðar 1782. Og þá finnurjan Maartenszoon Groen hjá sér hvöt til
að stinga niður penna:
„Eftir að hafís hafði verið okkur mjög til trafala allt sumarið,
tókum við suðlæga stefnu hinn 9. ágúst, þar eð okkur höfðu
borist fregnir um mikinn fisk á suðurslóðum, og sigldum fyrir
Hom. Veður var þá gott og lítið um ís, svo að við héldum enn
legra suður og komum þann þrettánda til Grímseyjar, þar sem
við vorum að veiðum i fjóra daga í góðu útliti, enda var mikið
34