Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 39
sjónar af öllum traustum kennileitum og vita aðeins óljóst hvar
þeir eru staddir. Þeir hrekjast fram og til baka í von um að
komast einhversstaðar að landi.
„f dögun 21. ágúst stefndum við vest-Norð-Vestur fyrir fullum
seglum og urðum þá lítt varir við ís. Síðdegis komum við að
ágiskun á móts við „Lýsisfjörð“. Hér hefðum við að öllum lík-
indum farist á skerjum, sem kölluð eru „Lýsistunnurnar“, ef ekki
hefði verið bjartara til landsins, fyrir guðs náð, svo að við sáum
hve hættuleg leiðin var og gafst ráðrúm til að leggja aftur frá
landi.“
Hér setur Jan Maartenszoon Groen okkur í vanda með ör-
nefnum sínum „Lýsisfirði“ og „Lýsistunnum“. Marie Si-
mon-Thomas tókst ekki að fá skýringu á þessum heitum, enda
algengt að erlendir sjómenn notuðu sín eigin nöfn yfir ýmsa
staði. Þó verður að gera ráð fyrir að skipið hafi verið statt á
Húnaflóa, en staðarákvörðun skortir til þess að unnt sé að ráða
fram úr þessu með öruggri vissu. Alla næstu nótt sigla þeir svo
aust-suðaustur að sögn dagbókarinnar, og 22. ágúst telja þeir
sig sjá til lands á „Láganesi“ eða „Skaganesi“, er dagbókarhöf-
undur nefnir svo. Hugsanlegt er, að skipin hafi þá verið stödd
undan Skagaströnd eða þar um bil. Litlu síðar giska skipverjar á
að þeir séu komnir í mynni Skagafjarðar, og nú látum við dag-
bókinni eftir lýsinguna næsta sólarhringinn:
„Sívaxandi þrengingar og löngun okkar til að komast inn á
einhvem fjörð hefðu rekið okkur þarna til lands, hefðum við með
einhverju móti getað fullvissað okkur um að við værum í raun og
veru staddir þar, sem við töldum okkur vera. En þar eð við sáum
ekki fjallstindana fyrir þoku, þorðum við ekki að hætta á neitt.
Við héldum sjó þar til klukkan sex um kvöldið, en þorðum ekki
heldur þar að vera, því ef hann hvessti, gat okkur rekið upp á
grynningar. í þessari tvísýnu kom stýrimaðurinn og spurði
áhöfnina hvort hún væri því samþykk að brjótast gegnum ísinn í
37