Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 41

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 41
var hrópað: „Við ströndum, við ströndum!“ Þá var dýpið í mesta lagi tveireða þrír faðmar. Vatnið var svo tært, að við sáum greinilega hvar stórgrýtið skagaði upp úr botninum. Samfylgd- arskipið var þá sjávarmegin við okkur og sneri aftur til hafs, og svo var guði fyrir að þakka, að okkur tókst að venda. En það var ekki fyrr en síðar að við játuðum þakklátum huga, að þessi björgun okkar hafði átt sér stað fyrir einskæra náð, því að á þessari stundu var það svo fjarri okkur að við hefðum bjargast með þeim hætti, að við litum miklu fremur á það sem fram- lengingu á eymd okkar og frestun á hörmulegum dauðdaga, sem við töldum okkur vísan. Við vissum ekki lengur hvert snúa skyldi stýrinu. Skelfingin ein virtist stjórna okkur og hún rak okkur burt frá landi. En það var þessi sama tilfinning, sem rak okkur jafnharðan til baka, því ekki þorðum við heldur að vera á hafi úti. Okkar virtist ekki bíða annað en að kremjast í ísnum og svelgjast í kaf. Þarna vorum við umkringdir ís á alla vegu, sem yrði æ skelfilegri og æ hættulegri eftir þvi sem á kvöldið liði og dimma tæki. Undir kvöld, meðan ennþá var bjart, snerum við því aftur til hins sama lands, sem við vorum nýbúnir að flýja.“ Ekki þarf ýkjamikið hugmyndaflug til að gera sér í hugarlund það vonleysi, sem hér er lýst. Erlendir menn, sem berjast ör- væntingarfullri baráttu fyrir lífi sínu við framandi strönd fjarri ættjörð sinni og ástvinum, villtir vegar og örmagna af þreytu og svefnleysi. Aðeins ein mynd af mörgum úr hörðum heimi lífs- baráttunnar við Islandsstrendur og allt að því daglegt brauð fyrir landsmenn sjálfa. En í augum manna, sem alist höfðu upp á sígrænum'engjum og mótast höfðu í mildu loftslagi hins „blauta Hollands“ á máli Jóns Hreggviðssonar, hefur harka og misk- unnarleysi íslenska sumarsins birst í tvíefldri mynd þarna norður á hjara veraldar. Að öðru jöfnu kölluðu hollenskir sjómenn ekki allt ömmu sína, en Jan Maartenszoon Groen dregur enga dul á, að hér hafi þeim verið brugðið, og lái þeim hver sem vill. „Grynningamar og skerin, sem við höfðum séð þarna, fylltu okkur þvílíkum óhugnaði, að við töldum skipsbátinn nú vera 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.