Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 48

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 48
við að vera. Eftir tveggja stunda lýjandi ferð komum við svo til Furufjarðar. Þar stóðu seytján hestar tilbúnir til að bera áfram föggur okkar, en eins og áður sagði höfðu þær verið fluttar til Furufjarðar á bátum.“ Ekki getur sögumaður þess, hvort notast hafi verið við skips- bátana til þessara flutninga eða hvort staðarmenn hafi lagt til báta. Ekki vitum við heldur hvað um skipsbátana varð og annað það, sem eftir hlaut að verða, þar á meðal skipin sjálf. Væntan- lega hefur þessum hlutum verið komið í verð á uppboði eða með öðrum hætti, þótt þess sé ekki getið. Hitt gefur auga leið, að strandmenn hafa tekið með sér allmikið af góssi sínu, þar sem seytján hesta þurfti til að bera það. Hafa þeir því engan veginn gengið slyppir frá borði og eigur þeirra ekki gerðar upptækar. Styður það enn frekar þá kenningu, að Hornstrendingar hafi fyrst og fremst gert aðför sína til að seðja hungur sitt. En nú standa hestar og fylgdarmenn tilbúnir til að flytja skipbrots- menn og farangur yfir i Hrafnsfjörð í Jökulfjörðum. „Sjálfir urðum við að halda áfram fótgangandi, utan tveir okkar, sem ekki voru til þess færir og urðu eftir í Furufirði þangað til hestarnir komu til baka. I þessari ferð fórum við yfir fjöll, sem voru svo brött og há, að okkur sundlaði í hvert sinn er við litum niður. Hinum ógnvekjandi og stórfenglegu undrum skaparans, sem hvarvetna blöstu við sjónum, verður ekki með orðum lýst. Mesta athygli okkar og undrun vakti djúpt gil eða þröngur dalur, þar sem vatn fossaði fram milli tuttugu faðma hárra, gínandi klettaveggja.“ Þrátt fyrir hógværðina, sem einkennir frásögn hollenska duggarans, getur hann ekki orða bundist og á reyndar ekki nógu sterk orð til að Iýsa landslaginu, sem á vegi þeirra varð. Upplýs- ingarnar, sem hann gefur um mennina tvo er ekki voru göngu- færir og urðu eftir á Furufirði, gefa til kynna, að Furufirðingar hafi tjaldað því sem til var með hestaeign sína, þar sem gera varð aukaferð eftir mönnunum tveimur. 46 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.