Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 54

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 54
maður hafði aldrei í Strandasýslu komið. Alkunn er sú eftir- vænting, sem grípur menn, þegar þeir nálgast framandi um- hverfi. Svo var og um þann, er nú var í sinni fyrstu för norður á Strandir, og þar kom, að hann gat ekki orða bundist: „Ég hlakka til að koma á Strandirnar, þá fær maður að sjá torfbæi og moldarkofa." Hermann hló að þessum orðum ferðafélagans og sagði, að þá yrði hann brátt fyrir skemmtilegum vonbrigðum, því að tímar torfbæjanna væru liðnir í Strandasýslu og þar væru menn löngu byrjaðir að byggja hús sín úr timbri eða steinsteypu. Það lá við borð að andlitið dytti af manninum svo undrandi varð hann. En eftir ferðalagið um sýsluna sannfærðist hann um að þetta var staðreynd. Byggingar Strandamanna voru mun reisulegri og betri en hann átti von á. Því kemur mér þetta atvik í hug, að fleirum mun hafa verið svo farið sem ferðafélaga Hermanns. Strandasýsla var fyrrum að margra áliti ákaflega fjarlægur, einangraður og harðbýll útskagi, einkum norðurhluti sýslunnar og hugmyndir ókunnugra um íbúana þar mótuðust á þeim forsendum. Þarna hlaut að búa öðruvísi fólk með frábrugðnar siðvenjur og annars konar eða jafnvel annars flokks menningu, sem m.a. kæmi fram í lélegri húsakynnum en almennt tíðkuðust. En — (svo) þegar hulu vanþekkingarinnar og ókunnugleikans er svipt brott og staðreyndirnar blasa við, þá kemur undrunin. Strandamenn eru ekkert öðruvísi en annað fólk og engir eftir- bátar annarra íslendinga nema síður sé. Þeir eru lausir við hjá- rænuskap og opnir fyrir nýjungum og framförum. Lifnaðar- hættir þeirra voru miðaðir við ríkjandi aðstæður, sem þeir hafa orðið að aðlagast til þess að sigra í oft á tíðum harðri lífsbaráttu, sem háð var og er enn bæði á sjó og landi. Eins og Strandamenn voru fljótir til að hverfa frá torfbæj- unum þegar völ var á öðru og betra byggingarefni þá hafa þeir einnig fylgst vel með í þeirri þróun, sem orðið hefur í framrás tímans, hvað snertir tækjanotkun til heimilisþarfa og lífsþæg- 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.