Strandapósturinn - 01.06.1981, Qupperneq 61
var vonlítil eða vonlaus nema takast mætti að ryðja brott þeirri
hindrun á framfarabrautinni, sem brennivinið vissulega var. Að
hans ráðum var því strax, er lestrarfélagið hóf göngu sína,
stofnað bindindisfélag og tókst þar svo vel til, að árið 1850 voru
30 karlmenn eða 75% félagsmanna gengnir í áfengisbindindið og
auk þess margar konur.
Já, það var sannarlega stórt i sniðum þetta fyrsta lestrarfélag
sýslunnar og lét mörg menningarmál til sin taka, þannig að það
var i reynd alhliða framfarafélag. Bókantiðlunin var aðeins einn
þátturinn í starfsemi félagsins, að visu stór og mikilvægur þáttur,
þar sem bókunum og timaritunum var ætlað það hlutverk að
upplýsa, fræða og veita þekkingu, er að gagni mátti koma til að
létta lifsbaráttuna og hefja menn upp á hærri sjónarhól, hærra
menningarstig. Bækurnar voru því hugsaðar sem skóli. Með
tilveru þeirra mátti stunda sjálfsnám með talsverðum árangri og
þar með leysa til bráðabirgða þann vanda, sem stafaði af skóla-
leysi sýslunnar og nálægra landsfjórðunga. Raunar var aðeins til
einn skóli á landinu öllu við upphaf félagsins, það var skólinn á
Bessastöðum.
En sjálfsnám með hjálp bóka var aðeins bráðabirgðalausn og
þar kom, að farið var að ræða um að stofna skóla fyrir sýsluna,
sem var rökrétt áframhald i menntaviðleitninni. Það mál var
skoðað frá ýmsum hliðum og rætt á nokkrum fundum, en þrátt
fyrir góðar undirtektir varð ekki af framkvæmdum. Og svo fór,
að Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða rann sitt skeið til
enda, áður en skólahugsjónin næði fram að ganga. Eins og áður
er sagt, þá treystist enginn til að taka að sér félagsfundina eftir að
Ásgeir Einarsson flutti frá Kollafjarðarnesi að Þingeyrum 1861
vegna þess, hve fjölmennar þessar samkomur voru. Þannig má til
sanns vegar færa, að þetta merkilega framfarafélag hafi hlotið
undarleg örlög. Það óx og dafnaði og markaði djúp spor í
menningarsögu Strandamanna, en það var einmitt þessi mikli
vöxtur sem að lokum varð þvi að falli.
Ávaxtanna af störfum félagsins naut þó áfram lengi vel, já
jafnvel allt fram á þennan dag. — í brúðkaupsveislu Ingunnar
Jónsdótturog Sigurðar Magnússonará Broddanesi árið 1886 var
59