Strandapósturinn - 01.06.1981, Qupperneq 82
kaupmaður frá Skagaströnd á skipi sínu Experment, var
það stór skonnortukassi. Var skipstjórinn Riis faðir kaup-
mannsins sem nú er á Borðeyri. Clausen sá að Ungi Svanurinn
var of lítill og sendi nú stærra skip er Meta hét, var Sörensen
skipstjóri á því. Clausen gamli átti syni tvo Vigent, stúdent og
Holgeir, kaupmann, en dóttur eina er gift var Zöllner lögfræð-
ingi. Kom Zöllner eitt skeið til Borðeyrar. Holgeir var um stund
kaupmaður á Metu. Þetta skip var nýsmíðað og var 70 lesta. Var
Sörensen lengi með það skip, en lét af skipstjórn er hann var
gamall orðinn. Hét sá Jessen er þá tók við skipinu og skömmu
síðar fórst það fyrir Vesturlandi og þá um leið annað skip er
Clausen átti og hét Geirþrúður.
Hafnsögumaður var dýr, kostaði 28 dali að leiðbeina skipi inn,
en 16 dali út. Voru sumir sem spöruðu sér þau útgjöld og kom
ekki að sök. Hafnsögumaður var Ólafur á Kolbeinsá Gislason,
hann var eyfirskur og stundaði hákarlalegur á jakt sinni „Felix“,
var hann þá oft ekki viðstaddur er skip komu eða fóru.
Spekúlantar komu jafnan um fardaga. Máttu þeir ekki versla
nema mánuð — urðu annars fyrir útlátum, en pantaðar vörur
máttu þeir afgreiða þótt síðar væri.
Kvenfólk var afarfíkið í að fara út í spekúlantana, komu þær
oft hundruðum saman á Borðeyri og var tanginn stundum full-
ur. Var þá orðtak þeirra dönsku: „Margur pilsungi“.
Dálítið versluðu þær, keyptu helst klúta eða léreftsbætur, en
höfðu afar gaman af að skoða kramið. Svo var og með unglings-
pilta að þeir sóttust mjög eftir að koma útí spekúlantana. Höfðu
þeir að jafnaði pelaglas með sér og snýktu á það áður þeir færu.
Bændur höfðu gjarnan þriggja pela flöskur og Finnur á Fitjum
kom með kút fyrir nestispela. Voru spekúlantar örlátir á áfeng-
inu og var ekki neitað um á ferðapelann. En á kveldin var venja
spekúlantanna að bcra sig saman um það sem gerst hafði um
daginn. Kom þá stundum upp úr kafinu að sami maður hafði
komið til þeirra allra með kút og náð sér þannig í allgóðan forða
af brennivíni. Var þá talað um að takmarka brennivínsgjafirnar,
en Bjarni Sandholt bróðir Arna og félagi þeirra Clausens tók
málstað viðskiftamannanna; sagði hann að þetta væri eina
80