Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 84

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 84
Árið 1853 kom og Jóhannes forgilti frá Reykjavík. Var það skip Grosseraverslunarinnar og með því Jón Stefánsson frá Straumi á Skógarströnd, hét Clausen skipstjóri. Ekki kom það skip oftar. Þá kom og einu sinni Ásgeir Ásgeirsson frá Isafirði síðar etazráð. Hét skip hans Lovísa. Þorlákur kaupmaður Jóhnsson frá Reykjavík kom og eitt sumar á ensku skipi og ýmsir fleiri komu, er ekki verða hér taldir. Það var venja spekúlanta að taka sér einn hátíðisdag. Völdu þeir til þess afmæli Clausens gamla í Stykkishólmi. Fóru þeir þá út að Reykjalaug og voru þar sem hveralækurinn skiftist og síðan er kallaður Kaupmannahólmi. Höfðu þeir með sér klyfjahesta og á þeim svínsflesk, skonrok, öl, brennivín og romm. Voru þangað allir velkomnir og hverjum veitt eftir vild. Notuðu hér- aðsmenn vel boðið og var aðsókn sem á hvalfjöru. Enginn kven- maður sótti þá samkomu. Annars var yfirleitt hver dagurinn öðrum líkur meðan spekú- lantarnir voru við Borðeyri. Klukkan að ganga 6 á morgnana fór kokkurinn á fætur og ferjumaðurinn. Var þá oft komið margt fólk á tangann. Gekk svo ferjan milli skips og lands allan daginn og langt fram á nótt og oftast hlaðin af fólki og ull og annarri vöru. Allir fengu frítt far. Flestir spekúlantar létu hönd selja hendi, en Bjarni Sandholt og Bryde lánuðu nær eftir vild. Um sama leyti og spekúlantar fóru að koma á Borðeyri komu þeir einnig á Skeljavík við Steingrímsfjörð, en hún er litlu innar en nú stendur Hólmavíkurkaupstaður; var útlend vara afhent þar, en svo komu bændur aftur með sína vöru á áttæringum til Borðeyrar. Enginn kofi var á Borðeyri fyrstu árin sem spekúlantar komu þar, og ekki fyrr en Pétur Eggerz reisti þar hús árið 1860. Það var 24 álna langt og 12 álna breitt og stendur þar enn. Hann tók vörur þær af skipum Clausens sem ekki gengu út og verslaði með þær. Síðan stofnaði hann verslunarfélag ásamt þeim Páli Vídalín í Tungu og Skaptasen lækni. Hét það Versl- unarfélag Húnvetninga og var hlutafélag, en hluturinn var 25 dali. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.