Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 87
Krossnesi Eyjólfur kjarkmikill rœður
hvergi er smeykur viðfommanna bein.
Grun hef ég á, að í göldróttar skræður
gríni hann stundum, þó lundin sé hrein.
Konan er bjartsýn við búskapar stjá
bóndanum margfróða unir sér hjá.
Eyjólfur byggir við grafreitinn gamla
glaður að vonum, því hrœðast ei má.
Kaupfélagsstjórinn er prúðasti piltur
passar hann störf sín með ágœtum vel.
Alltaf íjafnvœgi, indœll og stilltur
í argsömum störfum, þar reynist hann vel.
Gwrnsteinn á konu, sem kyssir hann blítt
kvenlega vaxin, með andlitið frítt.
Þau eru samvalin sœmdarhjón bœði
sólgeislar brosandi vermi pau hlýtt.
Gústi á Steinstúni ergeðugur maður
gott er að kynnast þeim ágœta dreng.
Hann er sem fleiri, í félagsskap glaður
fundvís á kœtinnar heillandi streng.
Konan hans unga eryndisleg frú
sem annast með hlýju sittfallega bú.
Framtíðin brosir með blikandi Ijóma
blessist peim störfin í ástúð og trú.
Sveinbjöm er glaður og léttur í lundu
á lífinu hefur hann örugga trú.
Norðurfjörð byggir og grösuga grundu
garþurinn nytjar, og annast sitt bú.
Rósa hans kona, er húsfreyja hýr,
er hretviðrum lífsins í gleðimál snýr.
Hreinskilin kona, með hlýju í brjósti
og hjarta svo gott, sem að innra par býr.
85