Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 91
II
Úr síðustu leit
Viðbót við bændatal í
Arneshreppi
Kristinn frá Dröngum, er kappsfullur maður
hvergi hann slakar á dugnaði enn.
Við óbyggðir nyrztu, hann ávalt er glaður
að una, já svona eru harðsækmr menn.
Konan hans Anna, par unir í ró
við úthafið kalda og jöklanna snjó.
Svíðandi heimþráin, seiðir og lokkar,
hún sigraði að lokum og veitti þeim fró.
ífirðinum Ófeigs, er fallegt að vonum
farið í eyði er stórbýlið þar.
A sumrum er hópur af körlum og konum
er kemur og lifir upp það sem að var.
Því hver sem að œskudraum átti se'r hér,
að eilífu er bundinn hvert sem hannfer.
Það stoðar því ekkert að standa á móti
staðreyndin ólýgin vitni því ber.
Þó hríðarél geysi og engu hér eyri
og ótíðin svarri í norðurhafs geim.
Gunnar og Ingólfur, eru sem fleiri,
að einhver dularmögn lokka þá heim.
Og konumar þeirra, með kjarkmikla lund,
þœr kunna að meta þá unaðar-stund.
Er sólblikin fögru ífirðinum heima
fagnandi breiðast um hlíðar og grund.
89