Strandapósturinn - 01.06.1981, Qupperneq 95
af því gagn og gaman, og einnig naut ég hinna fallegu mynda
sem prýddu þessa árganga Æskunnar.
Bækur við hæfi barna voru fágætar í Árneshreppi á þessum
árum. Eg á því Sigríði Guðmundsdóttur mikið að þakka, því
Æsku-bækur hennar opnuðu mér nýja heima ævintýra og feg-
urðar. Að öðru Ieyti kynntist ég Sigríði ekki, enda var ég þá svo
ungur, og ég mun ekki hafa átt tal við hana síðar.
Mér hefur verið sagt af þeim er hana þekktu, að hún hafi verið
mjög snjöll í hugarreikningi, eins og Jón, bróðir hennar, hrepp-
stjóri, (f. 1839 d. 1896) sem var orðlagður hugarreikningsmaður
og rímfróður.
Sigríður mun ekki hafa gefið honum eftir í þessum greinum og
var tiltekið, hversu snjöll hún hafi verið í þeirri grein, sem lengi
var iðkuð af ýmsum, og kölluð fingrarím.
í bókinni „Stjörnufræði og Rímfræði“ eftir dr. Þorstein
Sæmundsson, er skýrt frá því, í hverju fingrarím er fólgið, þar
segir á þessa leið:
„Fingrarím, forn aðferð við tímatalsreikning. Aðferðin er í því
fólgin, að liðir og hnúar á fingrum beggja handa eru kenndir
við tölur og minnisbókstafi á kerfisbundinn hátt. Með æfingu
má beita fingrarími til að finna dagsetningar kirkjuhátíða,
tunglkomur, vikudaga o.fl. ár og aldir fram og aftur í tímann
á hinn skjótasta hátt. Fingrarím mun hafa þekkzt með mörg-
um þjóðum frá fornu fari og var talsvert iðkað á íslandi áður
en prentuð almanök komu til sögunnar og jafnvel lengur af
sumum.“
Ég hygg, að Sigríður hafi verið með þeim allra síðustu, hér á
landi er kunni til hlítar þessa fomu fræðigrein, fingrarímið.
93