Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 97

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 97
Nokkuð var skuggsýnt í baðstofunni en þó sá ég móta fyrir konu, stórvaxinni og góðlegri. Hún spurði mig nafns og bauð mig velkominn. Ég sagði frá erindi mínu og tók hún því vel en sagði að ég þægi nú fyrst góðgerðir. Hún kvaðst vera ein í bænum því að bóndi sinn væri í smiðju og annað heimilisfólk á engjum. Bar hún mér síðan mjólk og kúfaðan disk af brauði. Borðaði ég þar nægju mína og vel það. Eftir máltíðina fór hún með mig út í smiðju til bónda síns. Vissi ég þá að konan hét Helga Sigurðardóttir og bóndi hennar Þorsteinn Helgason. Eigi var hann mér síðri í viðmóti en konan og voru skeifurnar auðfengnar. Hélt ég síðan heim þakklátur góðu fólki. Þau Þorsteinn og Helga bjuggu í Hrafnadal í fjörutíu ár. Áttu þau sjö börn, en þar af voru fjögur Magnús, Sigurður, Ragn- hildur og Guðbjörg ávallt heima. Urðu þau systkin mér vel kunnug og var jafnan gott til þeirra að koma. Nú eru þau Hrafnadalshjón og börn þeirra, sem heima voru löngu látin, en jörðin orðin sumarbústaðaland reykvískra pípu- lagningameistara. Kvæði Stefáns frá Hvítadal „Fornar dyggðir“, mun lengi halda uppi nöfnum jaeirra Hrafnadalshjóna, en Helga var hálf- systir Stefáns. Helga hjúkraði Þorsteini manni sínum í banalegu hans, en þegar að honum látnum sagði hún sínu lífsstarfi lokið, kvaddi heimilisfólk sitt og lagðist í rúmið og lést fáum dögum seinna. Voru þau Þorsteinn grafin í sömu gröf að Prestsbakka. VI. Bakkasel Þegar ég var 13 ára var ég sendur í fyrsta og síðasta sinn í göngur. Fjallkóngur var þá Guðjón Guðmundsson á Ljótunn- arstöðum, en gististaðurinn þaðan sem leitarmenn skyldi leggja upp að morgni, var Bakkasel. Þangað kom ég því kvöldið áður en göngur áttu að hefjast eins og aðrir leitarmenn. 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.