Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 113
Jóhannes frá Asparvík:
Mór
Einn af mikilsverðum þáttum í störfum heimilanna í fyrri
daga var að afla eldiviðar. Svo mikils þurfti að afla að það nægði
til heils árs og var það því ekki neitt smáræði sem með þurfti
bæði til eldunar og upphitunar, þessi eldiviður var að mestu eða
öllu leyti mór, það var aðeins þar sem viðarreki var mikill að
rekaviður var notaður og var það talið til hlunninda.
Einnig var það talið til landkosta ef gott mótak fylgdi ábýli.
Mór var ákaflega misjafn að gæðum sem hitagjafi, ef hann vai
dökkur á lit og þungur var hann góður hitagjafi, en væri hann
svampkenndur og léttur var hann lítill hitagjafi en logaði ve og
þótti sérstaklega góður þegar þurfti að kveikja upp eld. A þýss
um svampkennda og létta mó þurfti mikiö meira magn ri^ars
notkunar en af dökka monum sem var kallaðui „Steinmor ,
létti mórinn var kallaður „Pysja“.
Strax þegar klaki var úr jörðu var hafist handa við mote Juaa’
„stinga móinn“, eða „taka upp móinn“, eins og það vai kal a
Byrjað var á þvi að ryðja efsta jarðlaginu burtu og var það
venjulega Vh til 2 skóflustungur og var kallað rof, þá var komið
niður á móinn og var hann stunginn upp með skóflu í uausu
sem voru hafðir fjórkantaðir og dálítið aflangir og ié íst þa a
lengd skóflublaðsins. Venjulega voru tveir menn við þetta starf
annar stakk hnausana en hinn kastaði þeim upp á bak ann a
mógröfinni, en gryfjur þær sem mynduðust þegar mor var tekinn
upp voru kallaðar „mógrafir“, oft voru þessar mografir mjog
111