Saga - 2016, Side 151
að alla tíð hafi lögin verið hugsuð fyrir bændur og þeirra fólk, ekki kaup -
staðarbúa eða menntamenn. Sú hugmynd að allir ættu að sækja um und-
anþágu var heldur ekki tekin til greina.
Æskilegt hefði verið að fá frekari rökstuðning fyrir þeirri almennu mynd
stéttleysis sem dregin er upp í bókinni af vistarbandinu sem fyrirbæri á 19.
öld og ekki síður í samanburði við vistarskylduna og fyrirkomulag þess allt
frá Píningsdómi á 15. öld. Vissulega er bent á það í bókinni að í umræðum
á Alþingi 1861, um lausamennskulögin, hafi verið rætt um að slíkt lausa-
mennskuleyfi fyrir alla, óháð stöðu, gæti gert vistarskylduna að sérstakri
kvöð fyrir fátæka, því ekki allir gætu keypt sig undan henni (bls. 81).
ef til vill mætti líta svo á að stéttleysishugmyndin hafi verið meiri orð -
ræða en iðkun á síðari helmingi 19. aldar og stéttleysishugmyndin jafn vel
verið tilkomin á þeim tíma. Spurningar vakna því um hvernig beri að túlka
þær fjölmörgu undanþágur sem sjá má í drögunum að vinnu löggjöf frá
árinu 1833 og umræðuna í tengslum við setningu laganna árið 1863 og 1866.
Voru undanþágurnar ekki af svipuðum toga og á fyrri öldum og því ákveð -
ið stigveldi í því alla tíð hverjir voru vistbundnir?
Vistaróþol
Ég get ekki alveg sagt skilið við vistarskylduna sjálfa, þetta mjög svo áhuga-
verða efni, og þá einna síst við hugtakið vistaróþol sem kynnt er til sögunnar
í þessu riti Vilhelms. Vistarskyldan er rædd sem kerfi siðrænnar ögunar.
Viðbrögð vinnuhjúa við þessari ögun, þessari skyldu, birtast m.a. sem
vistar óþol. Andófið getur verið af ýmsum toga, t.d. óhlýðni, leti, þjófnaður
og flótti. Niðurstaða doktorsefnis er sú að andófið hafi í sjálfu sér ekki verið
gegn vistarskyldunni almennt, heldur fremur aðstæðum hverju sinni, en
það hafi þó verið vísbending um að fólk hafi viljað hafa áhrif á hlutskipti sitt
innan þessa kerfis (bls. 155). Lausamennsku eftir lausamennskubannið 1783
megi þó beint túlka sem slíkt andóf, og kem ég að því síðar.
Áhugaverð umfjöllun er um hina sérstöku siðrænu merkingu sem fólst
í sambandi hjúa og húsbænda. Vinnuhjúin voru hluti af fjölskyldunni, ekki
starfsmenn í sveit. Þau bjuggu á heimilunum og voru hluti heimilisins (bls.
84–88). Hin siðræna hlið vistarbandsins lifði einnig lengur fram eftir 19. öld-
inni á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, segir hér. en það var þó
tekið að hrikta í stoðum vistarbandsins eftir því sem leið á öldina. Umsagnir
húsbænda, sem höfðu eftirlit með hegðun og háttum vinnuhjúa, voru lykill
að frekari vinnu á öðrum stað. Þessi ögun vinnuhjúa er m.a. tengd við
baðstofurýmið. en umfjöllun um rými í samhengi vinnulöggjafarinnar er
eitt af áhugaverðum nýmælum rannsóknarinnar, bæði baðstofan og hið
landfræðilega rými.
ekkert rými Íslandssögunnar hefur fengið á sig eins rómantískan blæ og
baðstofan. Hér er baðstofan það rými þar sem iðkun agans og iðkun andófs-
andmæli 149
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 149