Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 81

Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 81
79 heldur verið rótt því að hann spurði oft hvernig þeim gengi. Við sáum að þeir byrjuðu að draga frá ytri endanum en eftir smá- stund reru þeir að innri endanum og fóru að draga þeim megin frá. Allt virtist þetta ganga vel hjá þeim og svo byrja þeir að róa í land. Þá skeður nokkuð undarlegt, þeir róa og róa en báturinn virð- ist ekkert nálgast land. Þannig gengur þetta góða stund, báturinn virðist ekkert hreyfast. Þá sjáum við að kemur trilla út fjörðinn og stoppar hjá bræðrunum og tekur þá síðan í slef til lands. Þetta voru þeir Naustavíkurbræður, Gísli og Rúni. Þegar þeir nálgast land sjáum við að aftan í bátnum hangir mikið ferlíki. Rúni stekk- ur í land og segir: „Það hljóp nú heldur betur á snærið hjá bræðr- unum, þeir settu í þennan stærðar hákarl.“ Nú kom skýringin á því af hverju strákunum gekk ekkert að róa til lands. Þegar þeir voru nýbyrjaðir að draga sáu þeir að eitthvert ferlíki hafði flækt sig í lóðinni svo að þeir skáru bara á lóðina og drógu frá hinum endanum. Þeir höfðu grun um að þetta væri hákarl þó svo að þeir hefðu aldrei séð slíka skepnu. Þeir komu kaðli utan um sporðinn og bundu í bátinn. Hákarlinn var nú ekki dauðari en svo að hann blakaði sporðinum öðru hverju og þá dró hann bátinn aftur á bak en þess á milli lá hann alveg kyrr, og þá miðaði svolítið áfram. Grímur hafði hárbeittan hníf sér við hlið á þóftunni, viðbúinn að skera á kaðalinn ef djöfsi tæki allt í einu kipp. Gísli og Rúni hjálpuðu okkur nú að setja bátinn og draga hákarlinn upp á kamb en þetta var heljarstór skepna, lengri en báturinn. Þeir Naustavíkurbræður héldu nú til síns heima en áður en þeir fóru sagði Rúni: „Ég kem fljótlega aftur til að hjálpa ykkur að verka hákarlinn en á meðan skuluð þið grafa góða gryfju í kamb- inn og fóðra að innan með striga.“ Fljótlega kom Rúni svo á hjól- inu sínu, vopnaður stórri sveðju, og var nú hafist handa við að skera hákarlinn en Rúni kunni vel til verka, hafði verið nokkrar vertíðir vestur í Bolungarvík og lært þar handtökin. Nú var allt skorið í hæfilegar lengjur þar til ekkert var eftir nema beina- grindin og öllum lengjunum komið fyrir í gryfjunni, síðan breitt yfir með striga og mokað yfir. Nú var framhaldið í Rúna höndum, hann ákvað hvenær skyldi taka há karlinn úr gryfjunni, hvernig skyldi hengja hann til þerris, síðan kom hann reglulega, þuklaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.