Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 85
83 hópnum sér fyrir hendur að mæla fyrir göngubrúm sem ekki var vanþörf á. Valdi hann þeim stað þar sem áin rennur í tveim þröngum kvíslum efst á Þröskuldunum. Staðkunnugur var hann á þessu slóðum og mætti segja mér að lengi hafi búið með honum áform um þessa framkvæmd. Mælingin var þannig gerð að kastað var steini með spotta í yfir kvíslar árinnar þar sem álitslegast þótti að brýrnar skyldu settar. Fékkst þannig vitneskja um hversu langir brúarbitarnir þyrftu að vera. Göngu þeirra félaga lauk í Ófeigsfirði í þetta skipti sem og oft síðar. Sumarið eftir, þ.e. í ágúst 1985, var hafist handa við verkið eftir nauðsynlegan undirbúning. Verkfræðingurinn Haraldur Svein- björnsson frá Ófeigsfirði, sem verður að teljast frumkvöðull að framkvæmdinni, hafði gert teikningar af mannvirkinu. Pétur Guð- mundsson í Ófeigsfirði hafði valið hæfilega löng rekaviðartré sem burðartré, fjögur að tölu. Er þá fátt eitt nefnt sem huga þurfti að áður en verkið gæti hafist. Á ákveðnum degi mættu menn við brúna yfir Hvalá í Ófeigsfirði með ýmis verkfæri og efni. Þann dag var vont í sjóinn til efnisflutninga og lengra varð ekki komist á bíl. Var þá hér kominn allstór hópur sjálfboðaliða, á að giska tíu–tólf manns. Auk þeirra voru mættir fjórir af ferða- löngunum fimm sem komu af Hornströndum árinu áður eins og fyrr er getið. Borin voru öll smíðatól sem á þurfti að halda, svo og efni sem minna fór fyrir, frá Hvalárbrúnni um Ófeigs fjarðar- strönd og Bása í Eyvindarfjörð. Rekaviðartrjánum hafði Pétur slefað með bát sínum á staðinn. Trén voru þung og voru þau flutt úr fjörunni á brúarstæðin með því að tólf–fjórtán manns lyftu þeim með köðlum og báru á öxlum sér á staðinn. Þá var hægt að byrja brúarsmíðina. Stuttlega má gera því skil hvernig gengið var til verks. Undir alla brúarendana var settur sinkhúðaður þverbiti festur niður í klöpp með fjórum teinum, einnig sinkhúðuðum. Við höfðum tekið með í förina vel með- færilegan höggbor. Boruð var 30 cm hola fyrir hvern tein niður í klöppina og þeir festir með torogripi. Burðartrjánum var kom- ið fyrir á undirstöðunum. Þann dag var unnið að smíðinni eins lengi og dagurinn entist. Næsta dag kom síðan mikill mann söfn- uður allt frá Trékyllisvík og norðan af Dröngum og var þá brúar- smíðinni lokið þann dag að undanskildum minni háttar frágangi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.