Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 92

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 92
90 Í Árneshreppi geisaði þessi voðasjúkdómur. Barnaskólinn á Finn- bogastöðum hafði verið reistur af miklum stórhug og fram sýni og fáir staðir á landinu gátu státað af jafngóðri barnafræðslu. Þessi fátæka afskekkta sveit varð öðrum stærri og ríkari fyrirmynd hvað barnafræðslu varðaði. En berklarnir höfðu hreiðrað um sig þar eins og annars staðar þar sem margir koma saman og smitun því auðveld og varnir fáar. Það þóttu því mikil tíðindi þegar það fréttist að von væri á varðbátnum Sæbjörgu með undratæki sem væri þeirrar náttúru að hægt væri að sjá gegnum fólk og þá sæist hvort menn væru smitaðir af berklum. Þetta voru undur og stórmerki. Eitthvað sem maður átti erfitt með að trúa. Við fjölskyldan í Reykjarfirði fengum boð um að mæta á ákveðn- um degi í Djúpavík eins og aðrir snemma sumars 1938 þar sem von væri á Sæbjörgu til Djúpavíkur með tækin undraverðu. Mikið veltum við krakkarnir því fyrir okkur hvernig þetta gæti verið hægt, hvort við mundum finna til og hvort við mundum getað séð inn í okkur og horft á hjartað slá, lungun anda og blóðið renna og ef við værum smituð hvort við sæjum berklana, óvininn sjálfan, að verki. Við mættum svo öll þvegin og prúðbúin niðri á bryggju þar sem Sæbjörgin lá, fórum um borð og okkur var stillt upp í biðröð í klefa þar sem tækið undraverða var staðsett ásamt læknum og hjúkrunarkonum. Það var ekki laust við að um okkur færi hálf- gerður hrollur. Hvernig var hægt að lýsa okkur upp svo við gætum séð allt heila gumsið inni í okkur rétt eins og verið væri að fara inn í kind. Þegar kom að mér stóð ég ber að ofan og fyrir brjóstið var sett einhvers konar svunta og ég sá ekki neitt. Eitthvað fiktaði þetta fólk í tökkum og einhvers staðar sást ljós kvikna og hverfa. Svo var allt búið. Voru þetta öll ósköpin? Var hægt að sigrast á hvítadauð- anum með því að skjóta af ósýnilegri byssu? Vorum við bræðurnir þá kannski ekki klárari í baráttunni við hvítadauðann sem kom siglandi norðan úr höfum næstum því árvisst með hvítu bakter í- urn ar sínar, ísbirnina, þótt við hefðum aðeins hvellhettubyssur til varnar. En þótt við sæjum hvorki byssur eða hnífa, hvað þá óvininn sjálfan, urðum við samt vitni að fyrsta stóra sigrinum á hvíta dauð- anum, í Sæbjörginni við bryggjuna á Djúpavík sumarið 1938.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.