Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 105

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 105
103 verið seld á uppboði á Kolbeinsá 17. október 1825 og reyndist „stervbúsins höfuðsumma“ vera 52 rbd. 62 sk. Kostnaður við sjúkralegu í viku og síðan útförina dróst nú frá og útistandandi skuldir voru nokkrar fyrir matvæli og ærfóður, en jafnframt við Sigríði í Stóru-Ávík fyrir húsaleigu og „hjallalán fyrir hákall hans“. Skipti fóru fram að Melum 20. júní 1826 og það sem afgangs var skuldum og kostnaði fór til barnanna; fékk Ólöf 6 rbd. 87 sk. eða helming á móti Jóni sem fékk 13 rbd. 78 sk., nokkuð sem var í fullu samræmi við gildandi lög.12 Hér er komin svipmynd af húsmanni langt að komnum sem tileinkaði sér háttu heimamanna og aflaði sér lífsviðurværis meðal annars með verkun á hákarli sem hann að öllum líkindum fékk í hlut úr veiðum sem hann líklega tók sjálfur þátt í. Jón Sverrisson átti nóg til að geta verið húsmaður með eigin rekstur, ef svo má segja, og kjör hans voru svipuð því sem Friðrik Frið- riks son reyndi að skammta sér sem ólöglegur lausamaður í Kald rananeshreppi nokkru síðar. Veturna 1839–1841 var hann vinnumaður á tveimur bæjum upp á hálfan hlut en veturinn eftir það í Sandnesi, laus að þriðja hluta en vinnumaður að öðru leyti fyrir „¼ part síns hlutar úr hákalls og fiskiabla“. Friðrik útskýrði störf sín eftir það við yfirheyrslur 22. maí 1843: „Ég fór á Gjögur til róðra með góu í fyrra með hálfa útgjörð frá sjálfum mér en hálfa frá hreppstjóranum og dvaldi þar til messna, síðan var ég í Hrófbergshrepp í kaupavinnu um sláttartímann, og dvaldi þar oftast fram undir veturnætur, en veik þá að Hellu til Guðmundar, hvar ég dvaldi til þess vika var eftir af þorra, og fór svo á Gjögur í fyrstu viku góu, og hefi verið þar síðan, og gjört mig sjálfur út þangað“. Fyrir þetta var hann dæmdur til 12 vandarhagga hýðingar og Guðmundur í átta ríkis dala sekt fyrir að leyfa honum að vera í trássi við bann sem hreppstjóri hafði gefið út og látið vinnukonu sína fara með á milli bæja.13 Verkaður hákarl er tilgreindur í nokkrum dánarbúsuppskrift- um og eru dæmin sem fylgja tæmandi fyrir Árneshrepp á þessum árum.14 Dagsetningar miða við skráningu dánarbús. Vætt var átta fjórðungar og fjórðungur 20 merkur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.