Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 114

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 114
112 Litla-Ávík 1826, 1828, 1830, 1831, 1838, 1839 = 6 ár Stóra-Ávík 1830, 1838, 1839, 1840, 1841 = 5 ár Reykjanes 1826, 1828, 1829, 1830, 1831, 1838, 1840, 1841, 1843, 1844, 1845 = 11 ár Reykjarfjörður 1826, 1828, 1829, 1840, 1844 = 5 ár Við uppgröft á Finnbogastöðum árið 1990 fundust tvær tennur úr hákarli (somniosus microcephalus) innan um bein úr fiskum og fuglum. Þær fóru í ruslið öðru hvoru megin við aldamótin 1800.36 Frá Finnbogastöðum var gert út á hákarl af krafti og til eru uppskriftir dánarbúa eftir tvo bændur. Haustið 1821 lét Guðmundur Bjarnason eftir sig hálft hákarlaskip með segli, árum, færum, sóknum, ífærum og „öllu tilheyrandi“; samanlagt metið á 16 rbd. Sextán árum síðar átti Jón Grímsson sexæringsskip gamalt og gallað með áhöldum, fornfálegt segl, tvær sóknir, ífæru og skutul að verðgildi 15 rbd. 38 sk. Einnig átti hann ný - legan bát metinn á 16 rbd. og búð við sjóinn virta á 4 rbd. Stjórafæri átti hann gamalt, 60 faðma langt.37 Jón gerði upp hospitalshlut árin 1829, 1831 og 1832, en Magnús Guðmundsson Bjarnasonar sambýlingur hans miklu oftar. Ekki er til uppskrift frá Reykjanesi á þessum árum, en aftur á móti þrjár frá Krossnesi sem sýna undirstöðubúnað til hákarlaveiða. Árið 1826 átti Jón Jónsson hálft áttæringsskip „nýaðgjört“ með hálfum útbúnaði, virt á 20 rbd., og hálft færi með einum sóknum og ífærum „er fylgja skipi“ á 6 rbd. Ekki kemur fram hver átti hinn helminginn en vafalaust annar sona hans, Arngrímur eða Jón. Þegar Guðrún Grímsdóttir, kona Arngríms, lést haustið 1834 segir af sexærings- skipi með veiðarfærum og segli, 20 dala virði. Þau áttu það hálft á móti Jóni, sem lést sumarið 1839 og átti þá gamalt skip með árum, segli og veiðarfærum, hálft á móti Arngrími, virt á 12 rbd.38 Brotakenndar upplýsingar fást úr nokkrum dánarbúum enn: Andrés Guðmundsson í Veiðileysu 17. október 1837 Hálfur þriggja rúma bátur á móti Magnúsi á 6 rbd. Tvísnúið há kalla færi á 1 rbd. 32 sk. Ífæra á 16 sk. Hákallasóknir lélegar á 38 sk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.