Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 43

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 43
segja því í raun og veru lítið um hlutfallstíðni raðanna sem hér eru til um - ræðu. Hjá Haugan (2000:173) kemur fram að í dæmasafni hans hafi níu af 300 dæmum um nafnhátt með gefa verið með röðinni ba-óa, þar af sjö dæmi þar sem andlögin fóru á eftir sögninni (sa-röð) og tvö þar sem þau fóru á undan henni (as-röð). Hjá Davis (2006:87) er því haldið fram að röðin ba-óa sé algengasta röðin í forníslensku en ekki er ljóst á hverju sú staðhæfing byggir.9 Bent hefur verið á að tíðni tveggja andlaga formgerðarinnar í íslensku hafi tekið breytingum í tímans rás (sjá t.d. Jóhönnu Barðdal 2007:21). Þetta kemur einnig skýrt fram í IcePaHC ef miðað er við tíðni sem hlut- fall af heildarorðafjölda.10 Hafa ber í huga í þessu sambandi að tveggja andlaga formgerðir eru tiltölulega fátíðar í textum almennt séð og að mikið textamagn þarf til þess að hægt sé að rannsaka þær (sjá t.d. Coussé 2007). Þá kann tveggja andlaga formgerðin að vera í samkeppni við samsvarandi formgerð með forsetningarlið (sjá næsta kafla) en það gæti þá skýrt lægri tíðni ef forsetningarformgerðir eru í vexti, nema þær séu flokkaðar sér- staklega með dæmum um tvö andlög. Þetta þyrfti að kanna nánar í ís lensku. Annað atriði sem flækir nokkuð heildarmyndina af þróuninni í íslensku er að á forníslensku skeiði er mikið um að beina andlagið fari á undan sögn í fallhætti en óbeina andlagið á eftir því, þ.e. blönduð/t3-röð eins og í (10) (sbr. Þorbjörgu Hróarsdóttur 2000:210, sjá einnig Höskuld Þráinsson 1997): (10) ... að hann hefir líf gefið barninu (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1994–1995:34, sjá tilv. þar) Sögulegar breytingar á orðaröð 43 gagnast ekki til þess að kanna röð andlags m.t.t. sagnarinnar, m.a. vegna hömlu um sögn í öðru sæti. Í ofanálag er æskilegt að hafa atviksliði með til þess að komast megi nær form- gerðarlegri stöðu andlaganna og fleira í þessum dúr. Þetta er hins vegar ekki endilega æski- legt þegar safna á dæmum um innbyrðis röð andlaganna nema dæmasafnið sé þeim mun stærra svo hægt sé að takmarka safnið t.d. við heila nafnliði og ákveðið setningafræðilegt umhverfi. 9 Davis vísar á þessum stað á skrif Barnes en tilvísun vantar í heimildaskrá. Sennilega er átt við inngangsmálfræði Barnes að forníslensku. Í þriðju, endurskoðuðu útgáfu hennar (Barnes 2008) er a.m.k. enga slíka staðhæfingu að finna. Þvert á móti segir Barnes (2008:224) að röðin sé breytileg en að „tendency for the indirect to precede the direct object is however noticeable.“ 10 Ef tíðnin er umreiknuð sem hlutfall af orðafjölda á hverri öld fellur tíðni tveggja andlaga skv. mínu gagnasafni úr 1,7‰ á 12. öld næstu aldir í 1,3‰, 1,1‰ og 0,8‰. Síðari aldir og fram til nútímans flöktir hlutfallið nokkuð, á bilinu 0,28–0,8‰. Á 16. öld er hlut- fallið 0,4‰ og nær 0,5‰ á 19. öld. Þetta kann þó að einhverju leyti að skýrast af ólíkum textategundum. Lægst er tíðnin svo á 20. og 21. öld eða 0,33‰ og 0,28‰.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.