Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 54

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 54
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 202254 Jólin eru kósíkvöld með vinum og fjölskyldu. Jólin eru ostabakki og sulta. Jólin eru rauðvínsglas og spil. Jólin eru að vera. Þegar ég hugsa hvað ég hlakka mest til þegar líður að jólum þá er það allt þetta. Ég hlakka til þess að eiga gæðastundir með vinum mínum og fjölskyldu. Ég hlakka til að spila spil og borða dýrindis osta og kex sem er húðað hæfilegu magni af salti, skola því svo niður með flauelsmjúku rauðvíni. Ég hlakka til að heyra í mínum nán­ ustu vinkonum og spyrja hvað þær fengu í jólagjöf. Ég hlakka til að gera ekki neitt, heldur bara vera og njóta. Ég hef alltaf verið heima á jólunum hjá mömmu og pabba að frátöldum þremur jólum sem ég varði í Ameríku. Fyrstu jólin að heiman var árið 2007 þegar ég var skiptinemi í Oklahoma, þá 17 ára gömul. Í tvö skipti fékk ég heimþrá þetta skiptinemaár. Fyrra skiptið var þegar ég var nýlent og áttaði mig á því að ég væri ekki að fara heim fyrr en eftir ár og seinna skiptið var um jólin þegar mamma, pabbi og bræður mínir hringdu á aðfangadag til að segja gleðileg jól. Þá fann ég fyrir heimþrá og hvað ég saknaði fjölskyldunnar, vina minna og íslenskra jóla. Þennan aðfangadag vorum við skiptinema fjölskyldan mín á ferðalagi frá Oklahoma til Kansas og ég man sérstaklega eftir því að við stopp­ uðum á McDonalds til að fá okkur kvöldmat. Mér fannst það ekki alveg nógu jólalegt en vissulega var það eftirminnilegur jólamatur. Ég myndi seint lýsa mér sem jólabarni þó svo ég hlakki til jól­ anna ár hvert. Tilhlökkunin hefur þróast eftir því sem ég hef fullorðn­ ast (þó svo ég líti alltaf á sjálfa mig sem hálfgerðan krakka enn í dag). Sem krakki þá hlakkaði ég mest til þess að opna pakkana. Í dag hlakka ég til að eiga gæðastundir með mínum nánustu, borða góðan mat og bara að vera. Gleðileg jól til ykkar allra og takk fyrir árið sem er að líða, Gunnhildur Lind Hansdóttir, Borgarnesi Saknaðarilmur, er titill á nýút­ kominni bók Elísabetar Jökuls­ dóttur. Í útvarpsviðtali lýsti hún hvernig minningar um látna móður sína hefðu tengst lykt og þannig varð orðið saknaðarilmur til. Ég tengdi við þessa lýsingu Elísabetar og hugsa til aðventunnar á Borgarbraut 53 í Borgarnesi þar sem ég ólst upp ásamt fjórum bræðrum, þeim yngsta tvíbura­ bróður en við erum yngst. Heimilislífið á Borgarbrautinni einkenndist af miklum gestagangi og á aðventunni komu margir við, bæði skyldfólk og fólk úr sveitunum sem tengist fjölskyldunni og var oft á tíðum í kaupstaðarferð. Mamma var heldur á móti sykuráti og þó svo að bakkelsið flyti um eldhúsborðin við bakstur desembermánaðar, var bakað fyrir gestina og jólin. Við tvíburarnir, eins og við vorum svo oft kölluð, fengum oft sælgætis­ gjafir frá gestunum. Hún mamma gerði það samkomulag við okkur eitt árið, fyrir aðventuna, að allt það sælgæti sem við fengjum gefins yrði safnað saman og skipt til helm­ inga á aðfangadag. Inni í þessu var einnig sælgætið úr dagatalinu sem við höfðum með talsvert mikilli „vinnu“ fengið hana til að kaupa handa okkur. Bara eitt dagatal og skipt til helminga. Það kom þó fyrir að við laumuðumst í kökudallinn en það uppgötvaðist þar sem lokið hafði ekki ratað í réttar skorður. Jólin voru lífleg á Borgarbraut­ inni og með árunum fækkaði við eldhúsborðið á aðfangadag þar sem bræðurnir fluttu einn af öðrum að heiman og hófu nýtt líf með sínum fjölskyldum. Það endaði þannig að ég var orðin ein eftir við eldhús­ borðið á aðfangadagskvöld með foreldrum mínum og svo var það í ein fimm ár. Fimm ár sem nándin varð enn meiri og minningarnar fleiri. Í minningunni finn ég sakn­ aðarilm úr eldhúsinu á Borgar­ brautinni. Svo kom að mér að hverfa frá eldhúsborðinu á aðfangadagskvöld. Þá átti ég orðið mína eigin fjöl­ skyldu og hóf að byggja upp mínar eigin jólahefðir með mínu fólki. Í Hjarðarholt í Stafholtstungum fluttumst við hjónin árið 1994 og höfum dvalið hér síðan. Ég vona að dætur mínar þrjár geti einn daginn hugsað til minninganna og fundið með þeim saknaðarilm. Frá Stafholtstungum sendi ég lesendum Skessuhorns hugheilar jóla­ og nýárskveðjur og óska okkur öllum alheimsfriðar. Hrefna Bryndís Jónsdóttir Borgarfirði Jólakveðja úr Borgarnesi Jólin eru gæðastundir Kveðjur úr héraði Jólakveðja úr Borgarfirði Saknaðarilmur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.