Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 102

Skessuhorn - 20.12.2022, Qupperneq 102
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022102 Á fallegum degi síðla hausts ekur blaðamaður Skessuhorns fram Haukadalinn að bænum Stóra­ ­Vatnshorni og skynjar andrúms­ loft tveggja heima. Annars vegar hins hefðbundna búskapar og hins vegar alþjóðlegs anda. Erlendir ferðamenn á leið að Eiríksstöðum renna hjá og aðrir mæta í sína fyrir fram bókuðu gistingu. Erindi dagsins er að spjalla við ferða­ þjónustubóndann, kennarann og búfræðinginn Jóhönnu Sigrúnu Árnadóttur sem gjarnan er kölluð Hanna Sigga. Hér býr hún ásamt fjölskyldu sinni og ættin hennar hefur setið jörðina í um 300 ár. Það var samt ekki sérstaklega fyrir­ hugað hjá henni að taka við því hlutverki að halda þeirri línu áfram á staðnum, en það stefndi bara allt einhvern veginn í þá átt. Fallegt á Hólum Við viljum vita meira um þetta. Þú ert sem sagt frá Stóra­Vatnshorni? „Já, ég er alin upp hér, yngst af sex systkinum, fædd árið 1974. Eins og gekk og gerðist var ég í grunnskóla á Laugum í Sælingsdal en var svo ýmist í menntaskóla í Reykjavík eða á Akranesi þar til ég tók stúdents­ prófið frá Fjölbraut í Ármúla. Það var af íþróttabraut, ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum og sinnt félags­ starfi þeim tengdum. Þegar ég var búin með stúdentinn var ég ekk­ ert sérstaklega að hugsa um að gerast bóndi, en búfræðinám á Hólum varð samt fyrir valinu. Þá var þar hestatengd búfræði og það var nýbúið að breyta úr tveggja ára námsbraut niður í eins árs braut. Mér leið vel á Hólum, þar er mjög fallegt og minnti mig svolítið á dalinn heima,“ segir Hanna Sigga. Kynntust á Hólum Hún er Dalakona langt aftur í ættir. „Foreldrar mínir eru Guð­ rún Ágústsdóttir sem er frá Kirkju­ skógi og Árni Benedikt Ólafs­ son sem er frá Hömrum. Afa­ bróðir minn bjó hér á sínum tíma og pabbi og bróðir hans keyptu af honum. Ég er alin upp hér í gamla bænum, yngst af sex systkinum. En þegar ég fór í búfræðina voru þau flest flutt að heiman. En ég var ekkert að spá í búskap þegar ég ákvað að fara í þetta nám, var bara að hugsa um að það gæti orðið skemmtilegt, sem það og var. Svo fór ég sumarið 1995 í verknám að Kjóastöðum í Biskupstungum. Þá var búið þar með hross og við vorum þar bæði við Valberg Sig­ fússon maðurinn minn; við tókum saman eftir að hafa kynnst í nám­ inu á Hólum. Valberg er reyndar fæddur og uppalinn á höfuð­ borgarsvæðinu en líður samt mjög vel í sveitinni. Hann var mikið í sveit á yngri árum og það hefur örugglega haft sitt að segja,“ segir Hanna Sigga. Þau eiga tvo syni, Vigni Smára 22ja ára og Baldur sem er 14 ára. Ríkisféhirðir Að verknáminu loknu kallaði atvinnulífið á unga parið um sinn. „Eftir að ég lauk náminu á Hólum fór ég að vinna í sláturhúsinu í Búðardal og svo í kjötvinnslu í Reykjavík, þar sem við bjuggum þá. Það var allt í lagi að vera í þétt­ býlinu, en mér fannst samt eitt­ hvað toga mig í burtu. En svo fór Valberg að vinna á Leirubakka í Landssveit og ég fór þangað líka og fór að vinna á Heklusetrinu. Um haustið fór hann svo í bú­ vísindadeildina á Hvanneyri. Þá gerðist ég það sem kallast ríkis­ féhirðir, þ.e. ég var fjármaður þar einn vetur auk þess að leysa af við að sinna loðdýraræktinni. Þetta var ágætt framhald af námsárinu á Hólum,“ segir Hanna Sigga. „Svo bauðst okkur tækifæri á að fara og vinna á hestabúgarði í Þýska­ landi um sumarið. Það var í Suð­ ur­Þýskalandi og þar voru íslenskir hestar, en líka brasilískir, sem voru eitthvað stærri en þeir íslensku. En eigandinn leitaðist við að þeir yrðu tamdir og riðið eins og íslenska hestinum. Það er tölt í því kyni líka; fimm gangtegundir eins og í íslenska hestinum.“ Kennaranám Þegar þau komu heim var Hanna Sigga búin að taka ákvörðun um að fara í Kennaraháskólann. „Mér fannst að það nám myndi nýtast í svo margt. Ég útskrifaðist svo þaðan árið 2000 og Valberg hafði útskrifast úr sínu námi á Hvanneyri árið áður. Við bjuggum í Reykja­ vík þegar þetta var og ég kláraði grunnnámið á þessum tilheyrandi þremur árum. Þegar ég útskrifaðist var ég ófrísk að eldri syninum og eftir að ég eignaðist hann fluttum við um tíma norður á Hóla þar sem ég var búin að fá kennarastöðu. Það var mín fyrsta reynsla af kennslu og mér líkaði vel. Ég kenndi yngstu árgöngunum á Hofsósi og í ung­ lingadeild líka. Við bjuggum þarna í hálft annað ár en fórum svo til Uppsala í Svíþjóð þar sem Valberg tók meistarapróf í erfðafræði. Ég var þá mikið ein með ársgamlan strákinn og hálfleiddist. En ég var reyndar ekki lengi þarna, bara í nokkra mánuði þangað til ég fór heim til að aðstoða við búskap­ inn. Ég hugsa að mér hefði ekkert leiðst hefðum við verið lengur, það er mikilvægt að geta tengst sam­ félaginu þar sem maður býr,“ segir Hanna Sigga. Heim í Haukadal Hún segir að þau hafi á þessum tímapunkti ekkert verið farin að spá í hvar þau vildu búa að loknu námi. „Öll systkini mín voru fyrir sunnan og foreldrar mínir bjuggu á Stóra­ ­Vatnshorni. Þau voru með um 500 fjár en voru líka með ferðaþjónustu og voru ein af frum kvöðlunum í þeirri grein, byrjuðu árið 1988 og voru í Ferðaþjónustu bænda. Fyrst leigðu þau út gamla bæinn eftir að hafa byggt nýtt hús hér sem við búum í núna. Svo höfðu þau byggt tvo bústaði sem þau leigðu út líka.“ segir hún. „En það þróaðist þannig að við tókum við jörðinni hér árið 2003 og foreldrar mínir fluttu yfir í Búðardal. Þau eru miklar félags­ verur og njóta sín vel þar, en koma auðvitað eins og hentar hingað og hafa hjálpað okkur mjög mikið.“ Búskapurinn og kennslan „Fljótlega eftir að við komum hingað var haft samband við mig úr Búðardal og mér boðið kennslu­ starf í Auðarskóla og þar vinn ég enn,“ segir Hanna Sigga. Eftir að þau tóku við hafa þau haldið áfram með ferðaþjónustuna og byggt bústaði til viðbótar auk þess að leigja áfram út gamla bæinn. Hún segir þó að þau loki fyrir gistinguna yfir vetrartímann þegar mest mæðir á í kennslunni og ýmsu öðru. „Við erum bara með þetta yfir sumarið en höfum núna teygt okkur aðeins yfir í apríl og október. Síðustu árin höfum við haft starfsmann til að annast helstu störf í kringum ferða­ þjónustuna, en sjáum hins vegar um búskapinn við fjölskyldan.“ Á álagstíma eins og að vorinu segir Hanna Sigga að það séu eigin­ lega tveir vinnudagar á sólarhring hjá sér. Hún þarf þá að sinna sauð­ fénu eftir hefðbundinn vinnudag í skólanum. „Við erum með um fimm hundruð fjár eins og var hjá for­ eldrum mínum og erum ekkert sér­ staklega að spá í að minnka bústofn­ inn. En þetta er ekki alveg auð­ velt því við erum ekki orðin nema 20 manns í dalnum sem smölum þessu,“ segir hún. „Fyrir utan féð hafa alltaf verið nokkrir hestar hérna til að nota við smölun. Ég byrjaði að fara með pabba í leitir þegar ég var þrettán ára og á góðar minningar um það. Leitirnar hér eru stundum kallaðar kakóleitir og meiningin er sú að þetta séu léttar leitir. En þær eru hins vegar alls ekki léttar, því hlíðarnar hér eru ansi brattar og háar,“ segir Hanna Sigga. Hversdagsleikinn skiptir máli Talið berst að kennarastarfinu og Hanna Sigga segir að það eigi vel við sig að kenna. „Nú er ég að slaga í fimmtugt og hef verið að kenna í Búðardal síðan haustið 2002 fyrir utan námsleyfi og fæðingar­ orlof þegar yngri sonurinn fæddist árið 2008,“ segir hún. „Ég nýtti námsleyfið í að taka meistaranám við Kennaraháskólann.“ Það tók tíma að skrifa loka­ ritgerðina í meistaranáminu. Hanna Sigga gerði svokallaða starf­ endarannsókn, þ.e. rannsókn sem kennari gerir á eigin starfi með það að markmiði að skilja það betur og þróa það til betri vegar. „Þetta tók tíma vegna þess að það er ekki ein­ falt að skoða sjálfan sig í kennslu. Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að skrifa því mér fannst að allt væri svo venjulegt í skólastofunni og lítið væri beinlínis að þróast. En leið­ beinandinn benti mér á að hlusta betur á krakkana og umhverfið, það væri örugglega eitthvað að ger­ ast. Þegar ég fór eftir þessu sá ég að málið var að veita hversdagsleik­ anum athygli í stað þess að bíða eftir að eitthvað sérstakt gerðist allt í einu. Ég var sem sagt að bíða eftir einhvers konar flugeldum – en átti þess í stað að hlusta eftir krökk­ unum og sjá hvernig þau bættu við sig og styrktust í námi. Í því felst greiningin á árangri mínum. Þegar ég hafði náð þessu gekk ritgerðin mun betur.“ Auðarskóli Í Búðardal er samrekinn leik­ grunn­ og tónlistarskóli og Hanna Sigga segir að það gangi vel. „Það eru um 80 börn í skólanum, 25­30 í leikskólanum og mismunandi fjöldi í tónlistarskólanum. Þetta er ekki í sama húsi, en allt á sömu torfunni í Búðardal. Ég er núna umsjónar­ kennari 3. og 4. bekkjar sem í eru sautján börn. Við vinnum á mjög fjölbreyttan hátt með aldurshópana eftir aðstæðum og verkefnum. Svo er þetta lítið samfélag sem er yfir­ leitt kostur en getur líka alveg reynt svolítið á. Ég hef reyndar ekki kennt systkinabörnum mínum en ég hef kennt syni mínum,“ segir hún brosandi. Í skólanum eru engir innflytj­ endur en talsvert um skiptinema svo sem í 10. bekk. Þau eru frá ýmsum löndum og má sem dæmi nefna Þýskaland, Ítalíu og Pólland. Hvernig gengur að púsla saman búskapnum, kennslunni og ferða­ þjónustunni? „Eigum við ekki bara að segja að það gangi vel, ég er alla vega í þessu öllu ennþá,“ segir hún og hlær. Það eru hins vegar stundum ansi langir vinnudagar hjá mér. En ég hef mætt skilningi í skólanum ef búskapurinn kallar og mér er treyst fyrir því að vinna það upp. Það er mikilvægt að geta haft þann sveigjanleika.“ Nú er komið að því að kveðja Jóhönnu Sigrúnu Árnadóttur, verkin kalla, ferðamenn knýja á dyr og það er fullbókað í gistingunni. Hér er blómlegur búskapur og mikill kraftur í fólki. Innar í dalnum eru Eiríksstaðir, þar sem sjálfur Eiríkur rauði bjó áður en hann sigldi til Ameríku fyrstur norrænna manna. Hanna Sigga og Valberg eru yngstu bænd­ urnir í Haukadal og fjölskyldan er ekki á förum. Hér býr duglegt fólk og tengir við slóðir feðranna. Sóknarkirkjan er nánast við bæjar­ hlaðið. „Margt af fólkinu mínu er grafið hér,“ segir viðmælandi minn að lokum. gj Að veita hversdagsleikanum athygli Rætt við kennarann og ferðaþjónustubóndann Hönnu Siggu á Stóra-Vatnshorni í Haukadal Hanna Sigga. Bærinn er kyrfilega merktur við veginn svo ferðamennirnir rati á réttan stað. Það er fallegt í Haukadalnum. Hér er horft út dalinn, Haukadalsvatn fjær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.