Úrval - 01.08.1956, Qupperneq 57
MJÓLKIN ER ALGILD FÆÐUTEGUND
55
innar eyðileggst nokkuð af C-
vítamíninu — því meira sem
mjólkin er meira og lengur hit-
uð. En við geymslu á mjólkinni
hefur komið í ljós, að C-víta-
mín eyðist fyrr í nýmjólk en í
gerilsneyddri mjólk. Gerilsneyð-
ingin hefur ekki nein veruleg
áhrif á hin vítamínin.
Á stríðsárunum og eftir stríð-
ið hefur mönnum víða um heim
orðið æ ljósara hið mikla heil-
brigðis- og næringargildi mjólk-
urinnar, enda fer neyzla hennar
stöðugt í vöxt, einkum þó í þeim
löndum, þar sem hún var lítil
áður. Neyzlan er mest í Noregi,
Svíþjóð og Nýja Sjálandi, 0,7
lítrar á mannádag; íDanmörku,
Englandi og Bandaríkjunum er
hún um 0,5 lítrar á dag. Minnst
mjólkurneyzla í löndum Evrópu
er í Frakklandi og Belgíu, að-
eins 0,25 lítrar og í ítalíu 0,15
lítrar*). I vanyrktum löndum þar
sem nautgriparækt er lítil og
mjólkurvinnsla ófullkomin, er
neyzlan auðvitað enn minni.
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna hefur unnið ómetanlegt
starf með mjólkurgjöfum handa
börnum í þessum löndum; hefur
starf hennar jöfnum höndum
verið fólgið í því að safna þurr-
*) tslendingar neyta sennilega
meiri mjólkur en nokkur önnur þjóð.
Samkvæmt skýrslum framleiðsluráðs
landbúnaðarins er neyzlumjólkin um
1 lítri á mann á dag. Sé vinnslumjólk-
in, sem fer tii osta- og smjörgerðar
talin með, er mjólkurneyzlan 500 lítr-
ar á mann á ári.
mjólk í þeim löndum þar sem
offramleiðsla er á mjólk og að
koma á fót mjólkurbúum þar
sem mjólkurþörfin er mest.
Eins og áður getur, er það
einkum kúamjólk, sem notuð er
til neyzlu, en mjólk úr ýms-
um öðrum dýrum, svo sem geit-
um, ám, hryssum, kameldýrum,
drómedörum og ösnum er einnig
notuð til matar. Margar þessara
mjólkurtegunda eru einkum not.
aðar til framleiðslu á súrmjólk-
urvörum.
Hollusta súrmjólkurvara er
ótvíræð og eru ýmsar þeirra
notaðar sem sjúkrafæða. Hér í
Danmörku eru einkum fram-
leiddar þrjár tegundir: áfir
(kærnemælk), súrmjólk (tyk-
mælk) og ymer. Áfir myndast
þegar sýrður rjómi er strokk-
aður og framleitt úr honum
smjör; sýrugerlarnir sem not-
aðir eru, eru hinir kúlulaga
mjólkursýrugerlar streptococc-
us cremoris. Séu áfir notaðar
til að framleiða súrmjólk, eru
það því þessir gerlar, sem sýra
þær, en sé mjólkin látin súi’na
sjálf, eru það einkum gerlarnir
streptococcus lactis sem sýra
hana. Ymer er framleitt með því
að sýra undanrennu og sía
frá nokkuð af mysunni, til þess
að þurrkefnið aukist; þá er bætt
í rjóma og blandan hrærð unz
hún verður samfelld og mjúk.
Ein súrmjólkurtegund, sem
nýtur mikilla vinsælda, er jog-
urt, sem er upprunnin í Grikk-
landi, Tyrklandi og Búlgaríu og