Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 2

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 2
Til lesendanna Sagt hefur verið að enginn geri svo öllum líki, og á það ekki sízt við um blöð og tímarit, sem margir kaupa og lesa. Einn vill þetta, ann- ar hitt; viðhorfin eru jafnmörg og ólík og mennirnir eru margir. Nú er það svo að öll útgáfustarfsemi beinist að því tvennu, að fá menn til þess að kaupa ritin og helzt að lesa þau lika. Það þarf því að velja læsilegt efni, en á því vill verða misbrestur, svo sem sjá má af því, hvílikur fjöldi blaða og rita, hleypur af stokkunum, en lognast síðan útaf við lítinn orðstír. Tímarit eiga um tvennt að velja: Að hugsa einkum um þá, sem kjósa alvarlegt efni eða sér- hæft, og hina sem vilja heldur léttmetið, dægrastyttingu, eitt- hvað til þess að grípa í. Það mun vera erfitt að bræða þessi sjónarmið saman svo að í lagi sé, og er hægt að benda á mörg dæmi því til sönnunar. T. d. ganga rit, sem talin eru „góð“, með ólæknandi uppdráttarsýki, sama hvað gert er fyrir þau. Þessi rit taka fjörkippi við og við, það er skift um starfslið, ausið fé, ritin eru auglýst ,en það er eins og fyrir ekki komi: þau vesl- ast upp. Aftuí á móti eru önnur, sem lifa góðu lífi — um stund a. m. k. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og verða ekki raktar hér. Tímaritið „Úrval“ hefur að ýmsu leyti sérstöðu. Því er ætlað að ná til allra, það á að vera í senn til fróðleiks og dægrastytt- ingar, án þess þó að helga sig einhverju málefni, binda sig við flokk, eða vera hneykslunarhella. Ritið á að vera það, sem það seg- ist vera: Til skemmtunar og fróð- leiks. Annað mál er það, að varla verður hjá því komizt að eitt- hvað fljóti með, sem einhverj- um, lesanda mislíkar, eða hneykslar. En afstöðu til heims- eða dægurmála tekur ritið ekki. Æskilegt væri að heyra frá les- lendum um hvað ÞEIR telji heppilegt lestrarefni, og þótt nokkuð hafi þegar borizt af slíku, þá er það of lítið til þess að nokk- uð verði ráðið af því almennt. Nokkuð hefir borið við að áskrifendur hafa spurt um 6. hefti 1959. Því er til að svara að heftið kom ekki út og er beð- ið velviroingar á því. Þeir sem voru búnir að greiða árg. fá lækkun sem því svarar á næsta ári, eða kr. 13.30 þannig að þeir greiða fyrir árg. 1960 kr. 106.70.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.