Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 2
Til lesendanna
Sagt hefur verið að enginn geri
svo öllum líki, og á það ekki sízt
við um blöð og tímarit, sem margir
kaupa og lesa. Einn vill þetta, ann-
ar hitt; viðhorfin eru jafnmörg og
ólík og mennirnir eru margir. Nú
er það svo að öll útgáfustarfsemi
beinist að því tvennu, að fá menn
til þess að kaupa ritin og helzt
að lesa þau lika. Það þarf því að
velja læsilegt efni, en á því vill
verða misbrestur, svo sem sjá
má af því, hvílikur fjöldi blaða
og rita, hleypur af stokkunum,
en lognast síðan útaf við lítinn
orðstír.
Tímarit eiga um tvennt að
velja: Að hugsa einkum um þá,
sem kjósa alvarlegt efni eða sér-
hæft, og hina sem vilja heldur
léttmetið, dægrastyttingu, eitt-
hvað til þess að grípa í.
Það mun vera erfitt að bræða
þessi sjónarmið saman svo að í
lagi sé, og er hægt að benda á
mörg dæmi því til sönnunar. T. d.
ganga rit, sem talin eru „góð“,
með ólæknandi uppdráttarsýki,
sama hvað gert er fyrir þau.
Þessi rit taka fjörkippi við og við,
það er skift um starfslið, ausið
fé, ritin eru auglýst ,en það er
eins og fyrir ekki komi: þau vesl-
ast upp.
Aftuí á móti eru önnur, sem
lifa góðu lífi — um stund a. m.
k. Ástæðurnar fyrir þessu eru
margar og verða ekki raktar
hér.
Tímaritið „Úrval“ hefur að
ýmsu leyti sérstöðu. Því er ætlað
að ná til allra, það á að vera í
senn til fróðleiks og dægrastytt-
ingar, án þess þó að helga sig
einhverju málefni, binda sig við
flokk, eða vera hneykslunarhella.
Ritið á að vera það, sem það seg-
ist vera: Til skemmtunar og fróð-
leiks. Annað mál er það, að varla
verður hjá því komizt að eitt-
hvað fljóti með, sem einhverj-
um, lesanda mislíkar, eða
hneykslar. En afstöðu til heims-
eða dægurmála tekur ritið ekki.
Æskilegt væri að heyra frá les-
lendum um hvað ÞEIR telji
heppilegt lestrarefni, og þótt
nokkuð hafi þegar borizt af slíku,
þá er það of lítið til þess að nokk-
uð verði ráðið af því almennt.
Nokkuð hefir borið við að
áskrifendur hafa spurt um 6.
hefti 1959. Því er til að svara
að heftið kom ekki út og er beð-
ið velviroingar á því.
Þeir sem voru búnir að greiða
árg. fá lækkun sem því svarar
á næsta ári, eða kr. 13.30 þannig
að þeir greiða fyrir árg. 1960
kr. 106.70.