Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 71
NIFLHEIMAFÖRIN
tJRVALi
sem talað hafði. Girnga Dass,
og það er hans rétta nafn, hafði
ég þekkt fjórum árum áður. En
þá var hann Brahmin (prestur),
sem Punjab-stjómin hafði lán-
að einu Khalsia-fylkinu. Hann
stjórnaði ritsímastöð, og þegar
ég þekkti hann var hann glað-
vær, vambmikill og þunglama-
legur stjórnarstarfsmaður, og
hafði furðulega hæfileika til
þess að segja lélega fyndni á
ensku — sérkenni, sem gerði
að verkum að ég mundi hann
löngu eftir að ég hafði gleymt
þjónustu hans í starfinu. Það
er sjaldgæft að Hindúi leiki sér
að enskum orðum.
Nú var maðurinn svo breytt-
ur að hann var nær óþekkjan-
legur. Stéttarmerki, magi og
mærðarlegt málfar, allt þetta
var horfið. Fyrir framan mig
var hálfvisin beinagrind, vefj-
arhattarlaus, næstum nakin,
með síðan hárflóka og innfall-
in þorskaugu. Eg hefði ekki
þekkt hann nema af hálfmána-
löguðu öri á vinstri kinn — sem
reyndar stafaði af óhappi, sem
mér var að kenna. En þetta var
tvímælalaust Gunga Dass, inn-
fæddur maður, sem — og þar
fyrir var ég þakklátur — talaði
ensku, og gat að minnsta kosti
sagt mér hverju það sætti, sem
fyrir mig hafði komið um morg-
uninn.
Eg skipaði þessum vesaling
að sýna mér hvernig ég gæti
sloppið úr gýgnum. Hann hélt á
nýreittri kráku og svaraði mér
með því að ganga að sandþrepi,
sem lá framan við holurnar, og
tók þegjandi að kveikja þar eld.
Þurrt sef, melgresi og fúasprek
loga vel, og hann kveikti í
þessu með venjulegum eldspýt-
um. Þegar krákan var komin á
teininn og yfir glóðina, byrjaði
Gunga Dass formálalaust:
,,Það eru aðeins til tvær teg-
undir manna, herra. Lifandi og
dauðir. Þegar maður er dauður,
þá er hann dauður, en þegar
hann er lifandi, þá lifir hann.“
(Hann varð að gefa sig að krák-
unni augnablik, svo að hún
brynni ekki). „Ef maður deyr
heima, og deyr ekki þegar á að
fara að brenna hann, þá kemur
hann hingað.“
Þá rann upp fyrir mér hvern-
ig á þessu daunilla þorpi stóð,
og allt sem ég hafði lesið eða
vitað, afskræmislegt og hrylli-
legt, bliknaði fyrir þessari
staðreynd, sem hinn fyrrver-
andi Brahmin skýrði frá. Þeg-
ar ég kom fyrst til Bombay,
fyrir sextán árum, þá hafði
armenískur ferðalangur sagt
mér það, að til væri í Indlandi
staður, sem þeir Hindúar væru
fluttir til og geymdir, sem væru
svo ólánssamir að rísa úr dái
eða rakna við eftir flog. Eg
minnist þess, að ég hló hjartan-
lega að þessu, sem mér þótti
þá gaman að og líkast ferða-
mannsýkjum. Þegar ég sat
þarna á botni sandgildrunnar,
kom upp í huga minn endur-
minningin um Watsonhótelið,
65