Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 36
ORVAL
á sundhraðanum og þolinu hafa
aðra og raunhæfari þýðingu.
Niðurstöðurnar geta komið að
miklum notum við veiðarfæra-
gerð og veiðitilraunir. Til dæm-
is koma þær að notum er menn
þreifa fyrir sér um það, með
hvaða hraða botnvarpa skuli
dregin til að veiða sem mestan
fjölda fiska ákveðinnar tegund-
HVE HRATT SYNDA FISKAR?
ar. Niðurstöðurnar af rannsókn-
unum má nota við gerð laxa-
stiga og • útreikninga í sam-
bandi við hámarksstraum á
kælivatni handa orkuverum,
sem tekið er úr veiðiám. Rann-
sóknimar hafa sem sagt gildi,
bæði fyrir fiskiveiðar og fiski-
vernd.
(The Listener}
o-----o
Jón Pálmason, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, á það
til að vera meinfyndinn í svörum. Á miðju sumri 1958, þegar
löðrungar voru teknir að blandast kærleiksatlotun Alþýðubanda-
lagsins, Alþýðuflokksiris og Framsóknarflokksins í rikisstjórn,
var ástandið oftar en einu sinni með þeim hætti, að óvíst var
með öllu hvort vinstristjórnin myndi lifa sólarhringinn af.
Þrisvar sinnum hjarnaði ríkisstjórnin við eftir að ættingjar
virtust allir gengnir frá banasænginni, og þótti andstæðingum
hins pólitíska sjúklings hann með fádæmum lífseigur, jafn að-
framkominn og hann var.
Einn dag á þingi, er Sjálfstæðismönnum þótti einsýnt að
vinstristjórnin væri lifnuð við og myndi sitja að minnsta kosti
fram á haust, sat Jón Pálmason við glugga á Alþingishúsinu og
horfði þögull fram á Austurvöll. Vék sér þá að honum Hermann
Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, og mælti stundar hátt:
,,Þú situr, Jón bóndi og hugsar.“
„Nei,“ svaraði Jón Pálmason. ,,Ég bara sit eins og þið.“
o
-o
ÖLKÆR reykvískur gáfumaður hafði nýlega svalað þorsta
sínum til hlítar, var að vísu ekki alveg heill orðinn eftir fram-
göngu sína, en þó mjög fráhverfur áfengum drykkjum í bili.
Hann heilsaði vinnufélaga sinum svofelldum orðum er hann
birtist í skrifstofudyrunum: „— Það er með þig eins og brenni-
vínið; annaðhvort selur maður upp um leið og maður sér þig,
ellegar manni fer að líða betur.“
30