Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 69
NIFLHEIMAFÖRIN
ÚRVAL
leið og ég þeysti hjá. Einu sinni
eða tvisvar riðaði ég í hnakkn-
um, og bókstaflega hékk á spor-
unum, eins og sýnilegt var dag-
inn eftir.
Skepnan þaut eins og óð eft-
ir því, sem mér fannst óendan-
legur sandur, draughvítur í
tunglsskininu. Svo man ég að
landið varð á fótinn, og við
fórum yfir hæð, og ég sá Sutlej-
ána glitra eins og silfurstöng
niðurundan. Þá hraut Pomic á
nasimar, og við kútveltumst
niður brekku.
Eg hlýt að hafa misst með-
vitund, en þegar ég rankaði úr
rotinu, lá ég á grúfu í mjúkri
sandhrúgu, en dagsbrún var að
gægjast yfir brúnina, sem ég
hafði farið fram af. Eg sá að ég
var í skeifulaga gýg, en ein hlið-
in var opin að Sutlej-ánni.
Hitasóttin var horfin og mig
svimaði lítið eitt, en annars
var ég hress og ekki hafði mig
sakað við fallið. Pornic var
skammt frá mér, þreyttur en
ómeiddur. Hnakkurinn var
undir kvið, og það tók mig
stund að laga hann, en á með-
an hafði ég nægan tíma til
þess að athuga þennan stað,
sem ég hafði lent í af bjálfa-
skap. Eg verð að lýsa umhverf-
inu, til þess, að hægt sé að gera
sér grein fyrir því, sem á eft-
ir fer.
Veggir þessa skeifulaga sand-
gýgs voru brattir (65 gráður
eða svo) og þrjátíu til fimmtíu
feta háir. Botn gýgsins var
flatur, og um það bil 50 metra
langur og 30 metra breiður, en
í miðju brunnur. I hérumbil
þriggja feta hæð frá botni og
allan hálfhringinn, voru op,
hálfmánalöguð, áttatíu og þrjú
að tölu. Gjótur þessar voru
þriggja feta víðar, og sást að
þær voru fóðraðar með sprek-
um og bambus. Yfir þeim var
fjöl, sem stóð hérumbil tvö fet
fram, eins og der á húfu. Enga
hreyfingu var að sjá í þessum
göngum, en hræðilegan fnyk
lagði um allt svæðið, fýlu, sem
var verri en allt annað, sem ég
hefi vitað í aumustu þorpum
Indlands.
Þegar ég var kominn á hest-
bak aftur, reið ég meðfram
sandveggnum til þess að finna
leið til þess að komast brott.
íbúarnir, hverjir sem þeir voru,
höfðu ekki sýnt sig, svo að ég
varð að bjarga mér sjálfur.
Fyrsta tilraunin til þess að
ríða upp hinn snarbratta sand-
vegg, kom mér í skilning um
það, að ég hafði fallið í sams-
konar gildru og maura-ljónið
egnir fyrir bráð sína. Undan
hverju spori hrundi sandurinn
í tonnatali. Við ultum niður á
botns gýgsins, hálfkæfðir af
sandinum, og ég varð að snúa
athyglinni að fljótsbakkanum.
Þar sýndist allt vera auð-
velt, því þar voru rif og grynn-
ingar, sem ég gat riðið eftir og
snúið síðan til hægri eða vinstri
og náð þannig föstu landi. Eg
teymdi Pomic af stað, en brá
63