Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 53
(RutJi og óbdwarcl (Breck
recner:
ETUM VIÐ OFMIKIÐ
AF
FJÖREFNATÖFLUM?
FÆ ÉG ÞAU fjörefni og
steinefni, sem ég þarfnast í dag-
legri fæðu? Eða á ég að taka
vítamínpillur ? Og þá hvaða
töflur og hve mikið af þeim?
Getur ofneyzla þeirra verið
skaðleg ?
Þetta eru spurningar, sem
valda mörgum manni áhyggj-
um. Oftlega skilst manni að
þeir, sem taka ekki reglulega
eitthvert fjörefni, séu þégar
með annan fótinn í gröfinni.
Fæstir vita nægilega mikið
um fjörefnaþörf líkamans, eða
um samsetningu daglegrar
fæðu, til þess að geta sjálfir
svarað spurningunum, og valið
úr hinum mörgu lyfjum, sem
eru á markaðinum.
Hér koma nokkrar fræðileg-
ar upplýsingar um þetta fjör-
efna-vandamál allt, og eru þær
byggðar á síðustu skýrslu fæðu-
nefndar bandaríska læknafé-
lagsins, en í henni eru 11 kunnir
sérfræðingar. Skýrslan er að
nokkru byggð á athugunum
læknanna sjálfra, að nokkru á
niðurstöðum frá fæðuefnarann-
sóknarstofum um heim allan, og
er svar við ýmsum þeim spurn-
ingum varðandi fjörefni, sem
oftast koma fyrir í starfi lækna.
Hvemig er hægt að vita
hvort þörf er meiri fjör-
efna?
Þessu geta læknar einir
svarað, en alhliða fæða, kjöt,
mjólk og mjólkurafurðir, egg,
brauð og kornmeti annað, á-
vextir og grænmeti, geyma yf-
irleitt öll þau fjörefni og stein-
efni, sem heilbrigð böm og
fullorðnir þurfa á að halda. Ó-
47