Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 14
tJRVAL
,ÞEIM MANNI GLEYMI ÉG ALDREI"
til Carls Ben Eielson, liðsfor-
ingja, og réði hann til Wilkins.
Tilraunin tókst skínandi vel
— að áliti Wilkins. Þrátt fyrir
vélarstöðvun fimm stundum
eftir að lagt var af stað frá
Point Barrow í Alaska, lentu
þeir vélinni á ísnum eins og
ráðgert hafði verið. En á heim-
leiðinni urðu þeir benzínlausir
rétt í því, að þeir lentu í óveðri.
Eielson varð að hætta aftur á
lendingu í svarta myrkri og
öskrandi byl, en lendingin tókst
slysalaust.
I þrjár vikur heyrðist ekkert
frá þeim. Dag nokkurn höltr-
uðu þeir inn úr dyrunum hjá
veiðimanni, sem varð þrumu-
lostinn yfir því að fá allt í einu
gesti í afskekktan kofa. Þeir
voru hálfdauðir af hungri og
þreytu, en Wilkins leit á þetta
eins og örvandi atburð, ekki
ems og raun. Skömmu síðar
heimsótti hann mig, og dökk
augu hans ljómuðu þegar hann
sagði mér frá þeirri reynslu,
sem hann hafði fengið um lík-
ur til þess að lifa af lendingu
eða hrap á heimskautasvæðinu.
Eitt sinn hafði hann dottið nið-
ur um þunnan ís í 23 stiga
frosti, og þá hafði hann reynt
hina fornu aðferð Eskimóa til
þess að ná bleytu úr fötum áð-
ur en þau stokkfrjósa. Hann
reif sig úr utanyfirfötunum og
tróð þau niður í lausamjöllina.
Snjórinn var svo þurr, að hann
hafði sömu áhrif og þerripapp-
ír, og saug í sig vætuna og
varnaði því, að fötin frysu í
klakabrynju.
Það var aðeins tvennt, sem
Wilkins hataði: Hræsni og um-
tal á opinberum vettvangi. Hann
sannaði þetta fyllilega þegar
hann afrekaði það, sem Byrd
flotaforingi hefur nefnt „stór-
kostlegasta flug, sem nokkru
sinni hefur verið framkvæmt í
norðurskautsslóðum.“ Wilkins
hafði lengi logað af áhuga fyr-
ir því, að koma á fót flugleið
frá Alaska til Spitsbergen. Ég
studdi eldmóð hans, en aðrir
litu tæpast eins björtum augum
á hugmyndina. Þeir bentu á, að
eins og Lindbergh árinu áður,
myndi hann verða að fljúga
lengi yfir opið haf. Þeir héldu
líka að heimskautskuldinn
myndi breyta olíu vélarinnar í
krap.
Wilkins lét ekki hræða sig.
Eftir fleiri mánaða undirbún-
ing í Alaska, hurfu þeir, hann
cg Ben Eielson, blátt áfram
einn góðan veðurdag í Lockhead
Vega einþekju, og tóku stefnu
á Spitsbergen í 3400 kílómetra
fjarlægð. Áður höfðu blöðin
ekki nefnt þetta einu orði.
Framan af fengu þeir bjart
veður, en síðar neyddi hríðar-
veður þá niður á óbyggða,
norska eyju, og þar urðu þeir
að dúsa fimm daga án þess að
geta aðhafst. Það var að þakka
ótrúlegri dirfsku, að þeim tókst
að sleppa frá eynni. Til þess
að létta vélina og auka hraða
hennar í hinum djúpa snjó, varð
8