Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 72
tJRVAL
NIFLHEIMAFÖRIN
með blaktandi blæveifum, hvít-
klæddur þjónum, og hinum tog-
inleita Armeníumanni. Þetta var
eins og Ijósmynd, og ég skellti
upp úr, andstæðurnar voru of
fáránlegar.
Gunga Dass horfði einkenni-
lega á mig. Hindúar hlægja
sjaldan, og umhverfið var ekki
þesslegt, að það væri fallið til
þess að vekja óeðlilega kæti hjá
Gunga Dass. Hann tók krák-
una hátíðlega af teininum, og
át hana jafn hátíðlega. Síðan
hélt hann áfram sögu sinni, og
ég fylgdi henni eins orðrétt og
ég get:
„Þegar kólera geysar ertu
borinn út á bálið næstum áður
en þú ert dauður. Þegar þú kem-
ur í kalda loftið á fljótsbakk-
anum, þá lifnar þú við kannski,
og þá, ef þú ert bara lítið lif-
andi, er leðju slett fyrir vitin
á þér og þú deyrð fyrir fullt
og allt. Ef þú ert heldur meira
lifandi, meiri leðja. En ef þú
ert of líflegur þá sleppa þeir
þér og fara með þig brott. Eg
var of líflegur, og ég gerði
mótmæli í reiði gegn þeim sví-
virðingum, sem þeir reyndu að
sýna mér. Á þessum dögum var
ég Brahmin og stoltur maður.
Nú er ég dauður maður og et“
— nú horfði hann á hið velnag-
aða bringubein með fyrstu
merkjunum um geðshræringu,
sem ég hafði séð síðan ég hitti
hann — „krákur og aðra hluti.
Þeir röktu mig úr voðunum þeg-
ar þeir sáu að ég var líflegur,
og gáfu mér meðul í heila viku,
og mér heppnaðist að lifa. Síð-
an sendu þeir mig með lestum
frá heimkynni mínu til Okara,
og mann með til þess að gæta
mín. I Okara hittum við tvo
aðra menn, og þeir fóru með
okkur þrjá á úlföldum um nótt
frá Okara til þessa staðar, og
þeir skrúfuðu mig ofan frá
brún til botns, og hinir tveir
fóru leiðar sinnar, og ég hefi
verið hér æ síðan tvö og hálft
ár. Eitt sinn var ég Brahmin og
stoltur maður, og nú et ég krák-
ur.“
„Það er engin leið til þess
að komast brott?“
„Engin af nokkurri tegimd.
Þegar ég kom hingað fyrst gerði
ég tilraunir oftlega og allir
hinir líka, en við höfum alltaf
beðið lægri hlut fyrir sandin-
um, sem er kastað yfir höfuð
okkar.“
„En,“ greip ég fram í, „vissu-
lega er opið út til árinnar, og
það er þess vert að skjóta sér
undan kúlunum; en að nætur-
lagi —“
Ég hafði þegar hugsað mér
í aðaldráttum ráð til undan-
komu, sem eðlisávísun bannaði
mér að deila með Gunga Dass.
Hann gat sér þó til um hugsanir
mínar næstum undireins og þær
mynduðust; mér til stórfurðu,
tók hann að flissa háðslega,
lágt og lengi, sannarlega hlát-
ur þess, sem æðri er, að minnsta
kosti jafningi.
„Þú munt ekki —“ hann hafði
«6