Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 39

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 39
HUGSUN OG TILFINNING heyra hana nefnda á nafn, vek- ur bergmál í huga okkar, sem við getum ekki skilgreint né út- skýrt, hvernig svo sem á því stendur. Þessi kennd getur ver- ið óþægileg, jafnvel vakið okk- ur ótta og samt botnum við hvorki í henni né getum rifjað upp orsakir hennar. Annað dæmi skulum við sækja í drauma okkar. Stund- um getum við fundið, í rugl- ingslegu en skýru mynztri drauma okkar, flæktar minning- ar um atburði, sem eiga sér stoð í fortíð okkar með þeim hætti að við höfum löngu gleymt þeim og höfum ekki hug- mynd um það lengur að þær væru til. Freud fann færar leiðir til þess að kanna hinar ómeðvituðu víðáttur hugans með rannsókn á draumum, og komst að þeirri niðurstöðu að þær væru harla stórar. Og lík- urnar benda vissulega til þess, að miklu meira af liðinni reynslu okkar ásamt tilfinning- unum, sem henni fylgdu, liggi geymt í hinum ómeðvitaða hluta hugans en jafnvel í for- meðvitundinni, eða þeim hluta hugans sem aðgengilegur er. Ég sagði að unnt væri að afla frekari upplýsinga um eðli hug- ans með því að grandskoða at- ferli annara manna. Sú skoð- un er ekki bundin við það, sem þeir segja manni beinlínis. Við getum líka fylgst með tjáningu tilfinninga þeirra af svip þeirra og fasi, fölva þeirra eða roða. URVAL Við vitum að þetta eru vitnis- burðir um skapbrigði. En mik- ilvægt er að minnast þess, að þetta er einnig vottur um breytt líkamsástand. Raunar getum við skilgreint skaphöfn manns á þá lund, að hún sé gerð úr hvoru tveggja í senn: huglægu tilfinningaástandi og hlutlægu, mælanlegu ástandi líkama og lieilastarfsemi. Ef til vill er ógerlegt að skipta skapi án þess að verða fyrir líkamlegri breytingu, ekki aðeins í heil- anum, heldur í mestum hluta taugakerfisins, sem annast sjálfvirka stjórn á andardrætti, blóðþrýstingi, æðaslögum, efna- breytingu meltingarvökva, og yfirleitt hinum margslungnu efnaskiptingum líkamans í heild. Eftir langvarandi skap- örfun geta hin líkamlegu um- merki, sem henni fylgja, orðið varanleg um lengri eða skemmri tíma. Eftir langa sorg og mikinn grát sitja menn með þrútið andlit. Að vísu telzt það ekki sjúkdómur, en svo sannar- lega er þar um að ræða líkam- leg einkenni, sem þurfa tíma til að jafna sig. Við þeim má nota líkamleg læknisráð, svo sem kaldan bakstur eða andlitsfarða. En það myndi áreiðanlega eng- inn efast um það eða neita því, að orsökina er að finna í tilfinn- ingunum — að minnsta kosti ekki með sjálfum sér. Rannsókn á líkamlegum breytingum, sem virðast standa í tengslum við skapbrigði, er 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.