Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 17
van oLuard:
Hví láta Kínverjar svona?
ÞAÐ ER ekki nema sanngjarnt
að við byrjum á því að kynna
okkur hvað Kínverjar segja
sjálfir um árekstrana, sem orð-
ið hafa á landamærum Indlands
og Kína síðustu mánuðina.
Fyrst og fremst ber okkur að
minnast þess, að árekstrar þess-
ir hafa orðið á tveimur aðskild-
um svæðum. Fyrst skarst í odda
í seþtember í haust á landa-
mærum Tíbets og norðaustur-
horns Indlands, ekki langt frá
landamærum Burma. Indverjar
halda því fram að hin réttu
landamæri á þessum slóðum séu
svonefnd McMahon-lína, sem
ákveðin var á Simla-ráðstefn-
unni 1914, af fulltrúum Breta,
Tíbeta og Kínverja, en í þann
mund var Tíbet að heita mátti
sjálfstætt. Kínverska ríkis-
stjórnin neitaði að staðfesta
þetta samkomulag, og nú halda
Kínverjar því fram, að þeir hafi
aldrei viðurkennt þessa landa-
mæralínu, sem aldrei hafi átt
stoð í öðru en ofbeldi brezku
heimsvaldasinnanna. Þeir halda
því fram að hin réttu landa-
mæri milli Tíbets og Indlands
á þessum slóðum séu, sam-
kvæmt gamalli hefð, alllangt
fyrir sunnan McMahonlínuna.
I októberlok og byrjun nóv-
ember urðu síðan árekstrar á
landamærunum milli norðvest-
urshorns Tíbets og Kasmír, sem
Indverjar hersitja í bili. Kín-
verjar viðurkenna það, að árið
1842 hafi verið gerður samn-
ingur milli Bretlands og Kína
þar seni báðir skuldbundu sig til
að virða landamærin á þessum
slóðum. En þeir staðhæfa að
landamærin hafi aldrei verið
skilgreind til fullnustu, og að
kínverska stjórnin hafi bein-
ll