Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 26

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 26
tJRVAL BARÁTTAN GEGN BARNSFARASÖTTINNI samvizkukvölum. Sjálfsásökun- ina losnaði hann aldrei við síð- an. Mörgum árum seinna skrif- aði hann: Guð einn veit, hversu margir hafa látizt af mínum völdum. Afleiðingin af uppgötvun hans orsakaði, að skömmu síðar gaf hann út fyrirskipun, án þess að spyrja dr. Klein um leyfi. Hún var á þessa leið: „Frá og með deginum í dag, 15. maí 1847, skyldast sérhver læknir cg læknanemi, sem hefur verið í krufningastofunni, til að þvo hendur sínar vandlega í klór- upplausn, áður en hann fer inn í fæðingarstofuna. Þessi fyrirskipun varðar alla starfs- menn spítalans undantekninga- laust. I. P. Semmelweis.“ Dr. Semmelweis vissi ekkert um bakteríur. 30 ár liðu, áður en þær fundust. En það var nú ljóst, að smitefni bárust með höndum læknanna. Sápa, naglabursti og klór- kalk héldu nú innreið sína á 1. deild. Stúdentunum fannst þetta allt hið fáránlegasta. Hvað eft- ir annað stóð dr. Semmelweis þá að því að óhlýðnast fyrir- skipun hans. Hann átti þá til að tryllast af reiði. Hinn áður vinsæli, góðláti læknir varð nú skyndilega hataður harðstjóri. Árangur hreinlætisins kom í ljós. I maí 1847 dóu 12% sjúklinganna, en á næstu þrem rnánuðum um það bil 3%. Dag nokkurn uppgötvaði dr. Semm- elweis, að allir 12 sjúklingarn- ir á einni stofunni höfðu fengið barnsfararsótt. Þetta var öllum óskiljanlegt. Öllum reglum frá krufningastofunni hafði verið fylgt. En þá mundi dr. Semmel weis eftir því, að einn sjúkl- ingurinn hafði bólgu í móður- lífi. Nemarnir rannsökuðu hana alltaf fyrst, en síðan hinar kon- urnar. Þá hafði dr. Semmelweis gert aðra uppgötvun lífs síns: að smithættan var engu að síð- ur fyrir hendi milli lifandi barnsfararsóttarsjúklinga. Dr. Semmelweis herti nú enn hrein- lætisfyrirskipanir sínar. Nú skyldu ekki aðeins hendurnar þvegnar, heldur öll áhöld, sæng- urföt og allt annað, sem kom nálægt hinum fæðandi konum. Þetta jók enn óvinsældir hans meðal starfsfólksins, sem nú fékk stóraukin störf. Dr. Semmelweis lét sér and- stöðuna í léttu rúmi liggja. Fonum var nóg að sjá árang- urinn af ráðstöfunum sínum. Á þessu ári féll tala dauðsfalla niður í 1,3% á deild hans. Hann var nú viss í sinni sök. Vinir hans hvöttu hann til að rita um uppgötvanir sínar í læknarit, en því neitaði hann alveg. Hann átti erfitt með að koma hugsunum sínum í orð og var ekkert fjær skapi en að skrifa. Einn vina hans reit þá um uppgötvanir hans nokkrar greinar, en þær fengu engan hljómgrunn. Læknar í Evrópu voru íhaldssamir og þögðu kenningar hans í hel. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.