Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 23
Baráttan gegn barnsfarasóttinni
eftir
Erik Múnster
Hinn 9. ágúst 1848 varpaði
maður nokkur sér fyrir járn-
brautarlest, sem var á fullri
ferð í nánd við þýzka bæinn
Hannover. Verkamennirnir, sem
fjarlægðu hinn limlesta líkama
hans af teinunum, þekktu hann
strax. Maðurinn var hinn fimm-
tugi prófessor í fæðingarhjálp,
Gustav Adolf Michaelis frá
Kiel.
Skýringu á sjálfsmorði próf-
essorsins er að finna í bréfi
frá einum vina hans til ame-
rísks læknis:
„Prófessor Michaelis réð sér
bana í örvæntingu sinni yfir
vanmætti sjálfs sín og lækna-
vísindanna gegn ógn bamsfar-
arsóttarinnar. Ég hef grun um,
að ungur læknir, dr. Semmel-
weis frá Vín, hafi flýtt fyrir
dauða hans. Þessi dr. Semmel-
weis hefur ritað í tímarit eitt
og heldur því fram, þvert ofan
í álit allra annarra lækna, að
svonefnd smitefni berist með
höndum læknanna milli líkanna,
sem þeir kryfja, eftir að konur
hafa látizt af barnsfararsótt, og
hinna fæðandi kvenna. Dr.
Semmelweis heldur því sem
sagt fram, að læknunum sé
nauðsynlegt að hreinsa hendur
sínar í klórupplausn, áður en
þeir snerta sjúklingana, ef þeir
hafa verið við krufningu rétt
áður. Prófessor Michaelis hélt
sig hafa sannanir fyrir þessu.
Hann ásakaði sjálfan sig fyrir
öll þau dauðsföll, er honum
fannst hann hafa valdið. Dauði
ungrar frænku hans, sem lézt
í höndum hans af barnsfarar-
sótt, batt endahnútinn á líf
hans . .
17