Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 49

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 49
GÁÐ UM MARGA GLUGGA skrifi um atburðina og segi frá því, sem gerðist í Stjómarstof- unni í Downing Street 10 og í ráðuneytunum. Ég hlýt að lýsa yfir því, að ég ætla mér að reyna að ráðast í þetta: Ég ætla að reyna að lýsa Churchill fyrir almenningi, eins og við sáum hann þegar hann stjórnaði í stríðinu, og við fylgdum honum, eins og hann var þegar við lærðum að treysta honum, er við reiddum okkur á dóm- greind hans og trúðum á á- kvarðanir hans. Heim til fólksins míns. Menn spyrja mig hví ég vilji koma hingað aftur. Ég er kom- inn aftur til fólksins míns — fólksins, sem ég þekki svo vel, fólksins, sem ég þekki og elska. Það er ekki bara það, að ég finni öryggi í þessum félags- skap, heldur skuluð þið minn- ast þess, að maður, sem á dag- blöð stendur í sífelldum erjum. Þeim er troðið upp á hann daglega. Hér finn ég ekkert nema góðvild og kunningsskap og gæzku. Ég hef skoðað lífið um marga glugga og í mörg ár. Ég er nú næstum áttræður, og hef feng- ið nógan tíma. Ég er meira að segja svo gamall, að við Chure- hill erum einir lífs af þeim, sem hafa setið bæði í stjóm Lloyd George og í stjórn Churchills sjálfs í síðari heimsstyrjöldinni. Ég er skrýtinn fugl! Ég hef gegnt sjö ráðherraembættum Urval. undir Krúnunni, frá upplýsinga- málaráðherraembætti til emb- ættis innsiglisvarðar. Ég hef skrifað sex eða átta bækur og haldið yfir þúsund ræður. Ég var ekki sérlega góður rithöf- undur og ekki sérlega góður ræðumaður heldur, en mér hef- ur alltaf tekizt vel að koma hlutum í framkvæmd. Churc- hill vissi það, og rak mig á- fram. Þegar hann myndaði rík- isstjórn sína, rak hann mig í embætti flugvélaframleiðslu- ráðherra. Ég tók þetta að mér með hálfum huga, og aðkoman var líka slæm, því þá voru ridd- aramir miklu fleiri en hrossin. Það vom með öðrum orðum fleiri flugmenn en flugvélar; en í maí 1941 voru flugvélarnar orðnar miklu fleiri en riddar- amir. Ég hlýddi á margs konar spádóma á stríðsámnum; en stærsti og merkilegasti spádóm- urinn kom frá morðingja, dauðadæmdum manni; hann slapp við gálgann af því að hann var geggjaður. Hann hét Hess, varakanzlari Þýzkalands. Hann kom til Englands 1941 og átti ekki afturkvæmt. Ég ræddi við hann af hálfu brezku stjórnar- innar. Níunda september reyndi ég að grafast fyrir um það, til hvers hann hefði eiginlega kom- ið til Bretlands. Hafði hann flúið Þýzkaland ? Var hann flóttamaður? Hann neitaði því. Hann kvaðst þangað kominn til að semja frið við Bretland, 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.